föstudagur, mars 21, 2003

Mér finnst magnað að vera með comeback eftir allan þennan fáránlega tíma! Hvað gerðist? Það veit ég ekki, en í febrúar ákvað Mæja Bet að nú skyldi henni takast að rústa aðgangi sínum að blogginu sem henni ,að sjálfsögðu, og tókst. Síðan þá hefur líf hennar verið slíkt helvíti að hún hefur hvergi getað tjáð sig. Úr sér gengin úr þöng, kvöl og eymd ákvað hún svo í dag að reyna að brjóta sér leið inn í bloggið að nýju - og viti menn, það varð ljós!

En hvað hefur á daga hennar drifið frá því síðast? - skammarlega fátt!

Það eru þó fáein atriði sem standa upp úr: ég fór suður - allt fór í fokk!
ég kom heim - hætti að drekka
það kom helgi - ég féll
ég fór suður - allt var frábært
ég kom heim - allt gekk sinn vana gang
svo komu maskar...............


Nú er ég að nálgast sjálfa mig örlítið í tíma og það er allt spinnegal að gera í vinnunnu (þetta kaupir enginn) en færslan hér að neðan tilheyrir sunnanferð minni þar sem ekkert fór í fokk!

Hafa svona hluti á hreinu!

Á fimmtudaginn sóttu að mér þær systur Drúlda og Depurð. Á föstudag var ástandið orðið svo slæmt að eftir vinnu leitaði ég á náðir Hexíu de'Trix og rúntuðum við af stað blessað, elsku fjandans djúpið. Ég taldi mig nú nokkuð sjálfri mér nóg og sá fram á langa góða stund með sjálfri mér – naflaskoðum og sjálfsdýrkun alla leið til Reykjavíkur.

Raunin var allt önnur! Ég náði, nokkuð skammarlaust, að halda uppi innihaldsríkum samræðum við sjálfa mig alla leiðina til Súðavíkur, eftir það fór að halla undan fæti og samræðurnar (einræðan raunar en what the heck) tóku að snúast um nákvæmlega ekki neitt, svo þegar ég var komin til Mjóafjarðar var ég alveg komin á þá skoðun að ég sé afar óáhugaverð manneskja og það sé engum manni hollt að vera einn með mér til lengdar.

Enn voru þó eftir eitthver hundruð kílómetra til Reykjavíkur þannig að, eins og flestir hefðu áttað sig á löngu á undan mér, þegar í höfuðstað var komið var eitthvað takmarkað eftir af áður ofvöxnu áliti mínu á sjálfri mér svo ég nefni ekki einu sinni geðheilsuna. Hexía var upptekin alla leiðina við að reyna að komast með hælana þar sem Elvis hafði haft tærnar (æji eða, þú veist... eitthvað). Að sjálfsögðu tókst henni þetta ekki algjörlega enda ást mín til hans yfir allt annað hafið og saknaðar pytturinn sem ég ligg í eftir fráfall hans hvergi nærri að grynnka - við náðu þó að bonda ótrúlega vel miðað við aðstæður og kom ég auga á marga efnilega þætti dömunnar. Til dæmis tók hún aldrei upp á því að drepast eða missa neitt undan sér!

En sum sé, þegar ég rann loksins í hlað heima hjá Evu þá var ég orðin biluð og búin að lemja Hreggvið, sem ég ætlaði að skilja eftir heima en hleypti þó inn í bílinn aftur þegar ég var komin með ógeð á sjálfri mér, ítrekað því hann er flón.

Við Eva héldum með það sama til Þórhildar og Rebekku og tókum magnaða "styttri" leið þangað. Þar var djúsí partý - tvær þokkagyðjur á staðnum, til í tuskið. Eyrún alveg í rífandi gír!

Föstudagskvöldið eitthvað svona rólegt, fínt og ágætt. Engin tíðindi sossum,
Eva reyndi að redda mér hössli, útkoman var getulaus maður sem stóð á tánum á mér og spýtti framan í mig í sífellu á milli þess sem hann var að slurka gellu, í hverrar fylgd sem hann svo yfirgaf staðinn til að láta hana kenna á títtræddu og útspurðu getuleysi sínu. Nei nei, ég held að ég megi ekki vera með skít út í þennan gutta, hann virkaði alveg sérdeilis príðilegur, ég er bara svo örg af kynsveltinu orðin að jafnvel ljúfustu grey geta farið í taugarnar á mér - séu þau karlkyns. Ágætis tilraun Eva mín - lífsmark er æskilegt reyndar, þú kannski hefur það í huga í framtíðinni!

Á heimleiðinni vorum við Eva teknar á löpp af alveg sérdeilis fyndnum útlendingum sem vildu bjóða okkur í partý - ef ég man og skildi rétt. Evu fannst það ekkert vond hugmynd en fyrir einhverja blessun enduðum við samt bara á að fara heim til hennar að kúra og plana ríkisferð sem aldrei varð farin.

Eva þarf ömurlega mikinn svefn (eða þá að sveitastelpur í bæjarferð mega bara ekkert vera að því að sofa) og mátti ég góna á hana sofandi í tvo tíma eða eitthvað áður en ég lagði í það að vekja hana til þess að stinga af á rúntinn þar sem Freyjustaðir voru við það að fyllast af gestum.

Fórum á stælinn og átum á okkur gat og höfðum hátt! Það var ekki verra...
svo stakk Eva mig af til þess að fara í laugarnar og ganga um á sveppasýkingarþöktum bökkum sundlaugar fullri af hlandi úr hundrað börnum - af skiljanlegum ástæðum fór ég ekki með.

Ég fór frekar og tók þátt í count down fyrir Búaballið. Endaði svo á að sitja ein fyrir utan eitthvað hús þar sem Gerdie var að syngja, þar sötraði ég minn bjór og beið eftir Ragga.


Laugardagskvöldið mætti mér svo loksins með bros á vör. Heimsótti Diskó Dísu svona áður en ég fór á Búaball og dansaði næstum af mér rassgatið. Gott ef ég fæ ekki að kenna á hægðartregðu á næstunni, svona rassgatslaus and all! En nokkuð mögnuð uppgötvun hjá okkur Gerðu-Geira (sem by the way, reddaði mér ekki hössli eins og ég var búin að treysta á) einhverjum sjö-átta árum áður en ég kynntist honum mætti ég í ferminguna hans- heimurinn er ekki stærri en þetta.

En tjah, flott laugardagskvöld, massív skemmtun en svo kom sunnudagur og ég þurfti að huga að heimferð. Eftir margar sjálfskapaðar tafir, vangaveltur um að skipta um nafn, taka upp nýtt líf annarsstaðar og enda í missing-person-files, stopp mun víðar en þörf var á, ítrekaða hugarfróun í gegnum ímyndað líf sem ég er búin að skapa mér á minnst fimmtíu mismundi stöðum í heiminum endaði ég heima í rúminu mínu, ein og þó ásamt systrunum Drúldu og Depurð sem hvergi fóru.

Vá, hvað ég er góð við kroppinn á mér þessa vikuna! Mér lýst ekki neitt á þetta, ég er bara dugleg - það er ógeðslegt.


Í mogrun fór ég í hyper-spinninga tíma löngu fyrir nokkuð sem kallast kristilegur tími. Eftir þennan kick-ass tíma þá var ég svo víruð að ég skellti mér í sund til þess að sjóða líkaman niður á réttan letigír í pottinum, en það var ekkert freistandi að fara út svo ég henti mér í laugina (snéri sundbolnum rétt, svona á meðan ég man) og synti þrjáfjórðu úr kílómeter. Rétt í þessu var ég að koma úr búðinni, þangað sem ég tölti á stutta vinnupilsinu mínu og nælonsokkabuxum- veit ekki alveg hvort það flokkast undir hollt! Svo núna er ég að bíða eftir að komast í nudd- það verður sko sukkað í kvöld til að bæta upp fyrir þetta.


En eitt gott varð ég vör áðan. Klukkan 9:30, þegar ég lagði á stað í búðina, var hitastigið -9° en þegar ég kom úr búðinni klukkan 9:39 það var það komið upp í -8° - ef fram fer sem horfir er ekkert svo mikið eftir af vetri - sem er stórkostlegt :)

Ég held að ég sé tilbúin að ganga í klaustur fljótlega.


Ég er svo stillt að það þarf ekki mörg orð til að lýsa því, þótt orðið batnandi eigi kannski einna helst heima í þessu samhengi þá er ég að hugsa um að taka örlítið djúpt í árinni (þó furðu lítið djúpt svona miðað við allt sem ég áður var) og nota orðið engill!


Á föstudaginn þegar allir, þrátt fyrir yfirlýsingar hér og þar, voru að detta í það þá var ég að keyra. Ég settist edrú inn á kaffi ísó og hafði það bara nokkuð fínt - nema hvað hávaðinn þar inni var að drepa mig. Ég skemmti mér konunglega við að fylgjast með draugfullum súludansara ríða gólfinu í einhverjum furðulegum mökunartilraunum við allsvera súlu. Ég entist nú ekki lengi þarna inni þar sem höfuðið á mér var tekið að sviðna undan hávaða og reyk. Ég fór heim að biðja bænirnar mínar og sofa - eins og góðri nunnu sæmir.


á laugardaginn gerði ég mest lítið, held ég, allavega var það nú ekki neitt merkilegt þar sem ekkert situr eftir í kollinum. Ég man þegar siðspilltur syndaselur hrigndi í mig og bað mig að sækja sig inn á ísafjörð - sem ég að sjálfsögðu gerði ekki því enga stoð vil ég veita djöflinum í tilstuðlan að hórdómi unga fólksins.


Seinni partinn þegar syndaselir út um vítt land settust að sundli þá var ég heima að sauma föt sem eiga að sjálfsögðu að sendast fátækum þjóðum (ok. göngum ekki of langt). Ég hringdi svo í Birtu þegar líða fór nærri nóttu, heyrði og heyrði ekki í henni fyrir skrílslátum drekkandi syndara. Ég kraup við kertaljós og signdi mig, bað fyrir sálum þeirra sem villst hafa af leið.


Á sunnudaginn var ég fyrst á fætur á mínu heimili og hefur það ekki átt sér stað á frídegi í manna minnum. Ég er enn svo stollt af því, rétt eins og ég er stolt af því hvað það er langt síðan ég hef neytt áfengis og hve enn lengra er síðan ég naut kynlífs.



Ég er batnandi manneskja á beinu brautinni til æðri tilveru. Ég á eftir að hrasa oft áður en ég næ á áfangastað og tel ég nú ekki nema 17 eða 18 daga fram að næstu hrösun.

Ég er yndisleg, heil og góð og bara frábær manneskja! Ég held að ég þurfi að hafa mikið fyrir því að sannfæra sjálfa mig um þetta því manneskja sem er eins misheppnuð og ég getur ekki verið alveg heil og súper sko!


Ég ákvað að vera nú pínu dugleg í dag, skellti mér í spinning í morgun með Tinnu og svo fórum við í sund - alveg með heilsuna á hælunum. Í einhverju egó-kasti var ég síst feimin við að tölta um, á þessum alltof litla og að hruni komna sundbol mínum, á bakkanum áður en ég dembdi mér í laugina og synti hálfan kílómeter. Best að gleyma ekki að nefna það að ég missti annað brjóstið út úr sundbolnum mínum þegar ég reyndi að synda skriðsund... FLOTT!!!


Stolt af þessum krafti í morgunsárið ætlaði ég nú að láta vel að mér og skella mér í nuddpottinn. Ég klifraði upp úr lauginni og stóð sperrt á bakkanum, alveg glórulaus og sama um allt, þar til ég sá manneskju í glugganum. Hún var með dökkt, sundklesst hár, heldur holdug og þreytuleg. Hún var eiginlega alveg eins og ég, nema hvað að hún var í allt öðruvísi sundbol. Hann var með saumum utan á og engar appelsínuguluar rendur á hliðunum og ekkert adidas merki framan á brjóstinu - hún átti það þó sameiginlegt með mér að brjóstin voru hálf út því sundbolurinn var nú ekki alveg að duga utan um skrokkinn á henni. Það sem þó vakti helst undran mína var þessi hvíta dula í klofinu, hún var með einhverja bleiju utan á sundbolnum.


Ég saup hveljur og grítti mér, með tilheyrandi magaskellum, út í laug þegar það rann upp fyrir mér að ég var að horfa á spegilmynd mína í öfugum sundbolnum.


Ég veit ekki hvort mig langar aftur í sund strax - ég veit hins vegar með þónokkurri vissu að ég er alveg sæmilegasta fífl!

Aldrei fyrr hefur tíminn staðið svo hrikalega mikið í stað - dagurinn líður ekki eins og mikið liggur við því að hann geri svo! Ég hef í hyggju að bruna inn á ísafjörð eftir vinnu og skreppa í glervörudeildina - þangað hef ég ekki komið í meira en mánuð - toppið það! Svo vona ég að ég geti sest beint að þjóri því andskotinn hafi það - þorstinn er að drepa mig.


En no worries - ég hef þroskast - ég verð stillt!

Það verður ekkert frá mér tekið að fjórar helgar er fjandi góð pása - það er góð tvöfölldun á lengstu pásu minni til þessa allt frá upphafi míns drykkjuferils. Þó ég nái ekki fimmtu þá er ég búin að sanna mig ágætlega finnst mér, það tók ekki nema tvær helgar til að gera betur en bjartsýnasta fólk trúði á mig. Mér finnst ég eigi það skilið að detta í það í kvöld - auk þess sem ég eiginlega bara verð að gera það. Ég er notla ekkert hrifin af oddatölum svo fimm helgar er ekki gott - ég yrði þá að taka sex sem ég get ekki því ég er að fara suður á næstu helgi og þar er sko Bakkus með alla sína bræður að treysta á mig - svo líka... hversu skemmtileg verð ég á föstudagskvöldið næsta, með stelpunum í góðum fílíng, ef ég verð þá að detta í það í fyrsta sinn frá áramótum? Þetta kemur eiginlega best út fyrir alla.....



auk þess finnst mér ég eiga það fyllilega skilið að sökkva mér í áfengi í stað þess að hrynja niður í sjálfsvorkun og masókískar hugsanir því það er ekki á hverjum degi sem tilveran er eins sár, ömurleg, ljót og óréttlát og í dag, það er ekki á hverjum degi sem ég hrekk upp af jafn ömurlegum draumförum og ég gerði í morgun, það er ekki á hverjum degi (reyndar fjandi oft samt) sem ég er að átta mig betur og betur á því að ég á eftir að enda alein í niðurníddum fjallakofa á Balkanskaga með brjálaða araba á þakinu, það er ekki á hverjum degi sem það eru svona ógeðslega langt síðan ég...... hmm hef komist að því að foreldrar vina minna hafa villst hingað inn svo sumt ber kannski að ritskoða.... það er ekki á hverjum degi sem ég er með nagandi samvisku vegna þess að ég át ekkert í gær nema nammi, það er ekki á hverjum degi sem ég finn nýja bólu á smettinu á mér, það er ekki á hverjum degi sem ég er farin að hugsa sem svo að í besta falli þá geti ég keypt mér *ritskoðað* á heilan bjórkassa fyrir sunnan - í besta falli tapa ég veðmáli, sætti mig við ákveðin langvarandi sult ellegar, það er ekki á hverjum degi sem ég get ekki annað en hlegið inni í mér að því hvað líf mitt er innihaldssnautt og glatað og innst inni vonað að í raun sé ég allt önnur manneskja sem er bara með þessi glötuðu Maríu þarna sem rannsóknarverkefni í ritgerð sinni "life can suck", það er ekki á hverjum degi sem ég er með sár eftir að hafa næstum brosað, það er ekki á hverjum degi sem ég get bara glaðst yfir því að sjá lítinn krakka detta á hausnum niðust snarbröttu, hálu brekkuna mína - það er ekki á hverjum degi sem ég veit að það er aðeins til eitt svar og ég veit að svarið er VODKA og chaka chan!

Thank god, að þessi hundskuntulegi vinnudagur heilagrar Hóru er að verða búinn! nú ætla ég að sullast heim og éta kokteilsósu í kvöldmat, vera svo eins og almennilegur sportisti og glápa á boltaleiki í imbanum á meðan ég ét flögur og þamba mitt kók.


Eins gott að ég kemst suður in a matter of days - annars myndi ég sennilega drepa einhvern með þessari skuðræðis skapillsku - étið hund!


Ég get ekki með nokkru móti munað hvenær það var sem mig langaði síðast svona mikið til þess að detta í það! Djöfulls fokk í helvíti - þegar ég er búin að halda út þessar fimm helgar djöfulssins þá ætla ég að hrinja svo hrikalega í það að ég verið með öllu óþekkjanleg - jafnvel mínir nánustu munu ekki þekkja mig og það er bara flott!


Farið bara í rassgat með ykkar yfirlísingar um að ég hafi ekki yfirhöndina í sambandi okkar Bakkusar - það er ég sem ræð, ég ræð alltaf - ég hata þegar ég ræð ekki og allt sem leifir mér ekki að ráða. Ég elska hinsvegar Bakkus og ekki af því að ég hata hann og allt það "piparjúnku-hata karlmenn af því að ég elska þá" krapp ég bara elska hann! ergo. ég ræð því annars hataði ég hann og ég geri það ekki! Ég elska hann!


Mér finnst líka kominn tími á að Mæja mella fái að poppa aðeins upp - hún er skemtileg. Hún er ekki þessi "mellonkollí, heimurinn er vondur og ég er of góð fyrir hann" fokking vælukjói. Hún er bara breiskur töffari en ekki "gúddí túsjús, reyni að vera healthy og passa upp á blómið sitt (yeah right, eins og það sé ekki löngu tætt)" tussa. hún gefur skít í allt krappið og lifir bara lífinu og gerir bara það sem henni finnst sniðugt þá og þá stundina. Hvað með það þó hún vakni kannski stundum með einhvern krakkabjálfa í bólinu, fái hraðasektir oftar en vísareikninga, eigi aldrei pening síðustu viku mánaðarins og viti ekki rassagat hvar hún vill búa á morgun? - hún er þó allavega að hlæja sem er meira en hægt er að segja um boring Maríu sem er bara eitthvað suit að brosa framan í fólk í bankanum og talar fullkomið mál og blótar aldrei. Ég hafna þessari þróun - ó já, ég hafna þessari manneskju.


Auðvitað rennur mér reiðin í því sem ég frussa þessu á skjáinn, það er ekkert kúl að vera alltaf Mæja mella en kommon upp með hormónana Mæja mín. Þú þarft ekkert að detta í það á hverjum degi en ekki breytast samt í hræsinn, fanatíksan góðtemplara sem heldur að kíví, vatn og skírlífi sé svarið við öllu. Haltu Mæju mellu á lífi en þó í skefjum og dreptu Maríu - hún er fokkíng leiðinleg!

Jei, hvað ég er heppin! Ég fekk að sofa yfir mig í dag - það var frábært. Það er sennilega fátt sem hentar mínu skapferli betur en að hrökklast á fætur klukkan tíu mínútur í níu til þess að hlaupa beint niður í vinnu að hlusta á emjandi símhringingar allan daginn. Vera með mygluna hangandi yfir mér og undir og kunna ekki nokkur ráð til þess að losna við hana, finna leið til þess að láta allt fara í taugarnar á mér og til þess að hatast út í vinnuhraða ákveðinna samstarfsfélaga. Mér finnst þetta dásamlegt!


Ekki síður finnast mér dásamlegar draumfarir mínar sem ásóttu mig í alla nótt, blóðugar fæðingar og Mæja Bet ein á báti með barn sem hún kann ekki að annast - það er minn eini sanni draumur. Ég veit samt vel af hverju þetta sækir á mig núna! Frá því að foreldrar mínir fóru fyrst að eignast barnabörn hafa þau komið í pörum, þe. tvö á hverju ári. Nú er eitt á leiðinni og hafa ófáir haft á því orð að sennilega sé þá komið að mér með hið síðara á þessu ári- flestum finnst þetta fyndið en það er bara af því að fæstir vita að ég er hrikalega vanþroska þegar kemur að ummönun eða bara yfir höfuð nálægð barna (stend keik við þetta þrátt fyrir nýlega velgengni í slíkri ummönun - hún varði ekki nema í tæpan sólarhring og ég var með öryggislínur til allra átta). Reyndar virðast mér forlögin oft svo vitgrönn að ég tryði þeim til að senda barn til mín þrátt fyrir að aragrúi frambærilegra foreldra leynist í heiminum. Ég ætla þó bara að segja það hér, þar sem þetta virðist sjaldan ítrekað nógu oft, að ég er ekki ólétt - mér skilst að slíkt þurfi að eiga sér ákveðinn undanfara svo ég hef sem minnstar áhyggjur.

Major þrekvirki sem ég var að vinna í morgun - heill kílómeter í lauginni (ég er ekki að tala um þvermálið á rassinum á mér) án þess að fá neitt fyrir það og ég var ekki marga, marga tíma að því eins og alltaf í grunnskóla þegar mér var skipað að synda þessa vegalengd. Bara snilld :) leyndarmálið er ekkert svo flókið- fyrir hverja ferð lofaði ég sjálfri mér glasi. Talning hefst í dag, svo ef ég fer alla morgna sem opið er þar til ég fer suður þá á ég inni hjá sjálfri mér 300 glös :) ég er sátt! Mikið að hugsa um að finna mér eitthvað svona kerfi til þess að vera duglegri í spinning - en já, á meðan ég man note to self - sama hvað það er heitt í herberginu þegar ég vakna, ekki þamba heilan líter af vatni áður er þú hlussast af stað!


Ég keypti mér gallabuxur áðan - veit ekki á hvaða egótrippi ég var þá! hef ekki átt gallabuxur síðan ég var í áttunda bekk. Djöfull er gaman hvað þær sína algjörlega hvað ég er með hrikalega stóran rass - i love that thing!

Hetjan mín? Ekki spurning, það er ég sjálf!


Djöfull fór ég á kostum um helgina. Ég get ekki þrætti fyrir að það hafi verið frekar óttablandin tilhlökkun að fá að hafa skrimslin hennar Elsu sys í heilan sólarhring en ég stóð mig svo brjálæðislega vel að ég er þess fullviss að þessi grey vilja bara alltaf vera hjá mér - ekki að það sé í boði, en aldrei að vita nema ég geri svona brjálæði að árlegum viðburði.


Ég gerði allt sjálf! Ég eldaði og gaf þeim að éta - þau borðuðu endalaust því ég er greinilega frábær í að elda fyrir smáfólk, svo baðaði ég púkana og enginn slasaðist eða neitt- mögnuð frammistaða. Ég skipti á skítabelyju (í ca fimmta sinn á ævinni þrátt fyrir að eiga fjögur syskinabörn og með það fimmta á leiðinni) og nokkrum hlandbleyjum líka, svo háttaði ég bara liðið ofan í rúm og allir voru voðalega sáttir. Ekkert brotnaði og enginn grét - ég er frábær í þessum leik :)


Mamma og pabbi voru á árlega djamminu sínu og komu ekki heim fyrr en rétt fyrir miðnætti - ráðslag á þessu liði, stóllinn hans pabba var næstum dauður úr einmannaleika! Þar sem þau voru nú mætt á svæðið og ekki miklar líkur á neinum tíðindum í barnaheiminum næstu tímana ákvað ég að skella mér aðeins á kaffi ísó - edrú að venju ;) það var ömurlegt! Allt svoleiðis vellandi í áfengi, fólk rúllandi og bullandi og allir í svo góðum súludansgír. Ég man ekki hvenær mér fannst síðast svona erfitt að láta eitthvað ekki eftir mér, ég held að ég geti allt fyrst ég fekk mér ekki í glas þetta kvöld!


Þegar ég kom heim heyrði ég að Friðrik litli var að æpa á einhvern og kjökra - hann var með martröð greyið og ég sat yfir honum í töluverðan tíma. Loksins þegar ég gat svo sofnað leið rétt rúmur klukkutími þar til stelpuskjátan vaknaði og harðneytaði að fara aftur að sofa - það er ekki rétt að fara á fætur um hálfátta leitið á sunnudegi - get sossum gert það einu sinni á ári!


Nú eru ekki nema 9 dagar þar til ég fer suður - ég er þegar kominn með langann lista yfir allt sem ég ætla mér að drekka! Fimm helgar:) djöfulls frammistaða...


en sum sé 1 mánudagur (að deginum í dag frátöldum), 2 kóræfingar, 2 nuddtímar, einn kökudagur, og svo ein dásamleg "ég er alein í húsinu og ræð öllu(eins og ég geri reyndar venjulega, en núna þarf ég bara ekki að beita töfrum mínum til þess að sannfæra neinn)" helgi.


Oh, gleði gleði :)

Ég tek undir það sem hún Rúna segir í gestabók minni; er Tinna dauð? Er það þetta sem hlýst af því þegar fyrrum meðlimir í hinu konunglega Biturmannafélagi eignast kærasta, þeir gleyma hverja má telja til vina sinna, einangrast með síðhærðum lubbakarli og hætta svo bara ábyggilega að þvo sér? Já, ég man þá tíð þegar ég gat þó alltaf litið til Hennar Tinnu og hugsað með mér að enn væri von - en hvar er vonin núna? Maður er bara gleymdur eins og notaður smokkur undir rúmi, skiptir jafn litlu máli og sprunga í húsvegg nágrannans. Er það svona sem það endar, eftir puð og púl og endalausar hughreystingar annara biturmanna þá lætur fólk sig bara hverfa í fang kærastans og gleymir öllu því sem tilveran var vön að snúast um? öllum lífsgildunum, öllum fyrirætlununum, öllum sjálfshjálparbókunum, öllu hatrinu í garð karlmanna og fyrst og síðast öllunum VINUNUM. Svei þér Tinna, þú mitt fyrrum stollt og yndi, svei þér!

21 dagur :-) Allt að koma
Í dag er kökudagur og ég keypti hrísköku af því að mér finnst hún góð - ef hinar geta ekki étið hana þá bara æjæjæ - étið þá þetta helvítis hnetuvínarbrauð ykkar sem ég þarf að horfa á í hverri viku með hryllingi, og hana nú!


Maður verður svona hérna í auðninni, það gerist svo fátt hérna að my biggest issues verða hvað á að éta og leitin að eitthverju í fari fólks til að pirrast yfir. Það er aðdáunarvert hvað mér tekst það vel. ÉG var til dæmis alveg hoppandi pirruð í gær þegar ég kom heim og sá að mamma sat alveg bjánalega við tölvuna - hvernig réttlætti ég það fyrir sjálfri mér? Jú, hún fengi vöðvabólgu og ég þyrfti jafnvel að elda one of these days því hún yrði frá í höfðinu. Svo fannst mér það alveg með einsdæmum leiðinlegt að hún skyldi hafa kínarúllur í matinn og ekki vita að kinesiske svampe væru sveppir.


En mér finnst svona pirringur bara fyndinn og eiginlega bara eitthvað sem ég þarf til að halda á mér hita í snjóhúsinu mínu.


Ísbjörninn og kötturinn rifust í gær og ísbjörninn hefur vælt síðan, hann á það til hann Kolmundur sonur minn að vera svolítið brútal í trantinum - skil ekki hvaðan hann hefur það, hlýtur að vera úr pabba hans ætt (hver svo sem pabbi hans er).


Oh, jæja og allt hitt

Vei, hvað það liggur vel á mér núna í morgunsárið, ég gæti drepið, brotið og svívirt án þess að finna eitthvað tiltakanlega mikið fyrir því. Það er fjandans snjór úti og ég er þess alveg fullviss að það fer að skella á kafeldi sem á eftir að steypa mig hér inni, í þessum úldna endaþarmi siðmenningnar, fram til sumars, sem að sjálfsögðu lætur á sér standa hér á bæ til þess að bæta upp fyrir hve lengi við þurftum að "bíða" eftir vetrinum. Ég hata og ég hata. Ég hata snjó og ég hata vætu, ég hata skíðafólk og ég hata snjóþotur, ég hata rúðusköfur sem brotna en samt ekki eins mikið og ég hata þörfina fyrir rúðusköfur. Ég hata það að bróðurpartur vina minna skuli búa fyrir sunnan og ég hata það að ég skuli ekki búa þar, ég hata hvað ég þykist vera mikil tröllatrunta á meðan ég hata það hvað ég verð stundum einmanna. Ég hata það að hafa ekkert fyrir stafni og ég hata það hvað ég nenni engu, ég hata það hvað ég er búin að fitna mikið og ég hata hvað það er ekkert til í ískápnum til að ég geti fitnað meira. Ég hata það hvað ég lifi engu kynlífi og ég hata hvað það eru litlar líkur á að það fari eitthvað að breytast í bráð. Ég hata hvað ég vel mér oftast meingallaða karlmenn og ég hata hvað það er ekki neitt kjöt í boði á svæðinu, ég hata hvað ég hata og ég hata hvað ég er leiðinleg í skapinu.
Ég heiti Mæja Bet, ég er pessimisti og ég HATA!

Það snjóar! Andskotans, helvítis Djöfull og allar hans heimsku hórur eru að hrekkja mig - Andskotinn og amma hans dansa salsa þetta er svo ömurlegt.

jæja, gaman að þessu. Var að koma frá tannsa og ég er bara orðin ónæm fyrir sársauka - mér er sama um borinn og allt það drasl... það er bara helvítis áreynslan við að halda trantinum opnum svona lengi maður - ég er ekkert að kunna að meta þetta.


En sei sei, fór EDRÚ á Vagninn um helgina - það var alveg merkilega ágætt. Mér er það heiður og ánægja að tilkynna fólki það að ég er ekki nema tvemur dögum frá því að jafna mitt persónulega met í edrúheitum :-) Ég hef ekki bragðað dropa frá áramótum, það er næstum hálfur mánuður. Ég ætla ekki bara að jafna þetta ég ætla að tvöfallda þetta - hver er stabil núna :) Fór á lappir klukkan sex til að fara í ræktina og fór svo í sund á eftir - ég held að það sé eitthvað að koma yfir mig... lýst ekkert á þetta.... samt er þetta ekkert nema friðþæging - vil ekki hafa samviskubit þegar ég er að troða í mig endalaust - með þessu móti finnst mér ég eiga það skilið - það er fínt.


krapp hvað það er ekkert að frétta - frekar en svo oft áður.... en kva..... þetta er enginn Doddi.




...... þetta er Öddi!

Bolungarvík rotnar á meðan heimur versnandi fer.Við bæjarmörkin blasir við manni sú viðjbóðslega staðreynd að Bolungarvík var heilsubær árið 2000. Þó auðveldlega gæti ég sannfærst um það að bolungarvík sé stöðnuð síðan 1983 skal ég með öngvu móti skilja að þetta sauruga skilti síðan árið 2000 skuli enn hanga þarna til að vara fólk við að koma í bæjinn. Hver vill koma inn í bæjarfélag þar sem eróbikkjur í samstarfi við feitalund Gauja litla ráða ríkjum. Á laugardaginn þegar ég var heima að éta og drekka bjór (allt fyrir heilsuna) var heilsuráðstefna í bænum - þetta vissi ég til allrar hamingju ekki því ég hefði dauðskammast mín fyrir að bjóða fólki í heimsókn þegar ástandið var svona. Allan dagin sátu heilaþvegnar skoðanamoppur (sem drekka í sig þær skoðanir sem aðrir hella á gólfið) og hlustuðu á fyrirlestra niðri í félagsheimili um hvað góð heilsa skipti höfuð máli (sem ég skal svo sem alveg taka undir - en það þarf ekki að þýða að þú eigir að vera þvengmjór og borða ekkert nema kotasælu) og hlustuðu á þúsund mismunandi leiðir til þess að öðlast fullkomna heilsu. Greyið moppurnar hafa varla vitað í hvorn fótinn þær áttu að stíga því allt er þetta vitskuld hinn augljósi heilagi sannleikur sem moppurnar undra sig á að hafa ekki séð fyrr. Fyrst kemur Tóti ljóti og segir reynslusögu sína, hvernig hann var ógeðslegur, óhamingjusamur og heilsutæpur áður en hann kynntist Zamú zamú treatment sem nú hefur fært hann á æðra tilveruplan og gert hann þennan Golden boy sem hann í dag er. Auðvitað er Tóti ekkert annað en heilaþveginn asni sem trúir því að Zamú Zamú treatmentið hafi verið framkvæmt á honum á meðan hann svaf en skilur ekki af hverju hann er með ör eftir fitusog og fjölda lýtaaðgerða, nú eða samviskulaus andskoti sem færi upp á svið og seldi ömmu sína með fölskum tárum í flösku af því að það er svo djöfulli vel borgað. Á meðan moppurnar þerra augun eftir átakasögu Tóta kemur Emma eróbikkja sér, glottandi, fyrir á sviðinu. Hún veit sem er að eftir að hún hefur lokið máli sínu verður Tóti ekkert annað er gærdagsins ryk. Hún getur hinsvegar hætt að glotta því eftir að hún hefur röflað upp leyndardómum alheimsins þarna uppi kemur Haddur hörbólæf og á eftir honum Runólfur runsalot og þá Júlli jumpalot og svo fleiri og fleiri og fleiri..... Moppurnar drekka þetta allt í sig, trúa þessu öllu og gráta - hvernig eiga þær nú að snúa sér? ohhhh... svona ráðstefnur fara alveg ómælt í taugarnar á mér, annars er mér skítsama hverju þetta fólk trúir og hvað því finnst ef það getur bara látið mig í friði. Mér finnst reyndar allveg ógeðslega gaman að sjá svipinn á þessum eróbikkjum, þar sem þær eru saman úti að éta fitasnautt pasta úr búkkhveiti, þegar Mæja feita öskrar með hálfan hambó vellandi út um trantinn á sér "meiri kokteil", en mér finnst ekki gaman þegar það hættir að fást almennilegt æti í búðinni af því að það er hætt að seljast - skíti einn þá skíta allir. Mér finnst eiginlega líka að þessar eróbikkjur ætti að vera mér þakklátar. Ef ekki væri fyrir fólk eins og mig sem situr og étur og ropar og talar um hvað það nenni ekki fyrir sitt litla líf að grenna sig, enda yrði það þá ekkert nema risastór húðkeypur sem dytti um fornar fellingar sínar í hverju spori, þá vissi enginn hvað þær eru agalega duglegar. - ef ekki væri til feitt og latt fólk eins og ég þá væru þær bara venjulegar og enginn tæki eftir því hvað þær eru flottar og fitt eftir allt þetta helvítis hopp sitt.

Mary Boatsmith's back! Ég fór í rólegheitunum til Súðavíkur í gækveldi að hjálpa ölndum pápa mínum (ég get verið góð líka, don't look so surprised) við að smíða smá dall þar fyrir kunningja sinn og frænda - my golly hvað ég var búin að gleyma þessu ógeði. Nú hálfum sólarhring síðar er ég enn í feiknar Resceinvímu og með trefjar í nebbanum. Ég sómi mér einkar vel hér í bankanum svona, augun snúast í hringi og ég sé engan mun á seðlum og reyndi rétt í þessu að éta myntvélina, minni sjálfa mig á útúrpoppaðan hasshund sem ruglast hefur á kökum - þetta sýnir of vel hvað ég raunverulega veit lítið. Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt hvoru tveggja vegna áhrifa vímunnar (mér virtist herbergið snúast í endalausa hringi, sjóveiki fór að láta á sér kræla og stjörnurnar í loftinu hlógu að mér) og vegna þess að sonur minn sæll var í athyglissýkiskasti frá helvíti! Í fyrstu hélt ég að hann vildi bara endilega sofa í rúminu sem ég lagðist í að þessu sinni svo ég skipti yfir í hitt rúmið í þessu herbergi, hann elti, þá fór ég yfir í þriðja rúmið sem er í hinu herberginu mínu á þessari hæð og hann elti enn. (ehhh allt í einu á ég mér kannski ekki nokkurar vorkunar von lengur því þetta hljómar allt eins og hjá lítilli prinsessu - mér er skítsama - stundum get ég bara ekki sofnað í hvíta herberginu vegna þess að þá finnst mér ég vera á stofnun og ég fæ innilokunarkennd og fer að grenja, þá sef ég í litríka herberginu mínu sem er með stjörnum í loftinu svo mér finnist ég frjáls sem fuglinn - en þær eru svo nálægt mér að stundum fyllist ég lofthræðslu og sef því ekki heldur þar - manneskja eins og ég þarf að eiga fleiri en eitt herbergi - ekki gagnrýna mig fyrir það, elskið mig bara því ég er spes). En sonur minn Kolli sum sé... tjah... þegar ég gafst upp á að sofa fórum við bara að horfa á vini en að sjálfsögðu náði það að leysast upp í rifrildi og vitleysu því hann kann ekki að meta Chandler - hvað veit hann? Hann er köttur.... hvað veit ég? ég tala við ketti og bý í Bolungarvík... ekki af því að ég varð að koma heim eins og sögurnar í bænum segja til um (á kafi í dópi, flækt í rosalegan skandal vegna þess að ég er ólétt eftir einhvern stórlax... æj.. þið vitið þúsund svona smábææjarsögur) heldur af því að ég kaus það...

Jæja, þá er þessi helgi bara strax búin - rétt hafin en þó flogin! Hún var hvergi nærri eins subbuleg og til stóð - mesta furða raunar hvað til tókst að halda öllum ósóma í skefjum þó eitt hálf græti mig þegar litið er til baka - mér tókst ekki að koma Telmu út til einhvers víkarans og það er ég meira en ósátt við. En sei sei...
Það var samt gaman að fá frí í vinnunni á föstudag til að skutlast til Hólmavíkur eftir litla dýrinu. Ég fékk samt notalega innilokunarkennd, þegar ég var að skrölta Djúpið, við þá tilhugsun að þetta skrímsli mun standa á milli mín og alheimsins í allan vetur og hef ég tröllatrú á því að hér muni fljúga, er fram líða stundir, ófáar línur Djúpinu síður en svo til dýrðar. Því ætla ég ekki að velta mér of mikið upp úr þessu að sinni - ekki fyrr en þetta fer að vaxa mér verulega í augum.
En eitt sem ég vil velta mér aðeins upp úr- á föstudagskvöldið afrekaði ég það að vera ALDURSFORSETI á balli, eða svona svo til.. þetta var alveg asnalegt en það mátti svo sem hlæja að þessum smápúkum sem voru eins og gorkúlur út um víð og dreif. Ekkert dró þó neitt sérstaklega til tíðinda þetta kvöld - ég sagði ekkert sem ég sé eftir (sem er sjaldgæft), sjokkeraði engan (sem er sjaldgæft), sendi engin sms sem ég hata mig fyrir að hafa sent (sem er sjaldgæft, en þó skiljanlegt þar sem ég var ekki með síman minn), fáeinir slógust, nær engin bein brotnuðu, örfáiir gistu fangageimslur og ég veit ekki til þess að nokkur hafi fengið að ríða- sem sagt fínasta barnaball! Laugardagurinn leið svo í notalega algleymi þar sem við litla systir ásamt Evu Ólöfu og Dibbu lágum í einu herbergja minna horfðum á vini, drukkum bjór og átum á okkur gat. Þær reyndar lögðu sig allar einhverja stund en því tók ég fagnandi því á meðan sat ég ein að bjórnum. Svo þegar kvöldaði vöknuðu þær ein af annari og við héldum áfram þessari iðju þar til við loksins dröttuðumst út til þess að komast í alveg hreint ágætis stemningu vestur á Flateyri þar sem alltaf má finna fólk í stuði á Vagninum. Enn þráaðist ég við að finna henni systur minni mann, komin með einn góðan frænda í sigtið bara svona til þess að hafa enn meira gaman á næsta ættarmóti- Tinna og Kalli með sína heymæðissinfoníu í einu tjaldi og Telma og frændi í því næsta. Veit það eitt að þetta myndi vekja mikla lukku hjá þeim turtildúfum Ragga og Kjartani - en áður en ég fer að taka of mikla sjénsa , hætta mér of nálæt Tinnu brúninni ætla ég bara að drífa mig í kaffi - ég nenni hvort eð er ekkert að bulla núna því ég er í fílu.. það er morgun, ég svaf illa og yfir mig auk þess sem ég fékk martraðir á martraðir ofan því mig dreymdi ekkert nema karlmenn í alla nótt.

Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt, ég gat fyrir enga muni fest svefn fyrir spennuverkjum í maganum. Spennuverkjum? Hvaðan komu þeir eiginlega? Mér fannst ég aftur orðin tólf ára þar sem ég lá og taldi stjörnurnar í loftinu til þess að reyna að finna ekki hvernig maginn herptist saman í hvert sinn sem ég dró andan. Þetta var alveg eins og næturnar þegar ég var svo spennt að mæta í skólan af því að ég fattaði allt í einu að ég var svo bálskotin í stráknum sem daginn áður hafði dregið sömu tölu og ég úr hattinum og átti því að sitja við hliðina á mér í heilan mánuð. En í nótt var ég ekki tólf ára og í dag á ég svo sannarlega ekki að sitja við hliðina á einhverjum sem ég er skotin í, ég er ekki einu sinni á leiðinni að hitta einhvern sem ég er skotin í og það er langt síðan ég hugsaði um einhvern sem ég erskotin í. Ég var að hugsa um Huldar Breiðfjörð sem ég hef aldrei hitt eða séð, ég var bara nýbúin að lesa bókina hans Góðir Íslendingar og fór að hugsa um hvort hann væri bilaður að nenna að keyra Djúpið um hávetur. Kannski gæti ég áttað mig á þessum spennuverkjum ef þetta hefði verði einhver ástarsaga með ólgandi tilfinningum sem fengi mig til að þrá einhverja slíka upplifun en þetta er ferðasaga - köld og blaut ferðasaga sem gerist að hluta til í Djúpinu sem ég þoli ekki. Ekki var ég svona spent að mæta í vinnuna, ekki finnst mér beint spennandi að pissa í glas og ég get ekki sagt að ég hafi beðið því með tilhlökkun að sjá hvíta breiðuna sem var a safnast yfir víkina mína - það var ekkert að bíða mín í morgun sem kallaði á spennuverki og þar sem ég hef enn ekki fundið hvað það var sem er svona spennandi þá eru þeir ekkert farnir. Þeir fara í taugarnar á mér og ég vil að þeir fari - ég ætla allavega að fara í mat, kannski mín bíði eitthvað spennandi þar - hæpið, nema nágrannar!

Enga hef ég lengur orkuna í að hugsa um karlmenn - það er of leiðinlegt. Ég hef fundið algjörlega nýja stefnu fyrir líf mitt. Það er allt of þreytandi að lifa alla í daga í einhverri sjálfsblekkingu um að maður viti nákvæmlega hvert maður stefnir en sé bara alltaf í einhverri tilvistarkreppu vegna þess að maður rati ekki á áfangastað, maður sé bara að taka sér pásu vegna námsleiða - ég hlusta ekki á þessa fásinnu lengur, ég bara nenni því ekki. Ég nenni heldur ekki lengur að byrja á hverjum hlutnum á fætur öðrum en klára svo anskotann ekki neitt. Ég nenni ekki að vera alltaf að kafna úr hugmyndum sem ég næ aldrei nokkrun tíma að vinna úr vegna þess að þær þvælast endalaust hver fyrir annari. Kannski er eitthvað til í því sem fólk hefur verið að velta fyrir sér -hvort ég sé ef til vill mislyndur geðhvarfasjúklingur, en skítt með það þá - ég hef enga trú á því og ætla ekki að leggjast á læknisbekk og éta pillur til þess að hugsa skýrar. Ég ætla mér bara að taka mér tíma til þess að gera nokkuð sem mér finnst bara vera það hetjulegasta sem ég hef gert hingað til - ég ætla að kynnast sjálfri mér. Mér er sama hversu væmin og heimskuleg ég er núna, kannski er bara lítil væmin stelpa á bak við allt þetta hard-core kjaftæði, hver veit? Ég ætla mér að komast að því, ég ætla mér líka að komast að því hvað það raunverulega er sem ég vil fást við í framtíðinni, hvað það er sem mig langar að læra, hvert ég vil fara og hvar ég vil enda. En ég á aldrei eftir að geta samviskusamlega svarað neinu slíku fyrr en ég drullast bara til að taka BA-próf í því að vera Mæja Bet. Ælið, gott fólk, endilega mér er sama. Ég ætla mér að fara að lesa allar bækurnar sem ég hef byrjað á undanfarin ár en ekki klárað, ég ætla að klára að yrkja ljóðin sem ég hef byrjað á en aldrei lokið við, ég ætla að ljúka við smásögurnar sem liggja ókláraðar í kringum mig í tugavís og ég ætla að ganga í kórinn sem mér hefur oft verið boðið í en aldrei þorað af því að kannski syng ég ekki vel. Ég ætla að fara í sund þrátt fyrir að kannski muni allir hlæja að því hvað ég er með feit læri og ljót sundtök, ég ætla á bókasafnið til að lesa lifandi vísindi, mannkynssögu, fótboltabækur, eðlisfræðikenningar, ég ætla að kynna mér fornleifafræði, félagsfræði, sálfræði, heimspeki, stærðfræði, frönsku og grísku. Ég ætla að ná mér í þrjátíutonna réttindin og jafnvel taka helgarnámskeið í vélstjórnun svo ég geti þar með jafnvel orðið skipstjóri á eigin skipi. Ég ætla að kynna mér, fræði, listir og menningu og þar með að verða kannski ekkert betri manneskja, vitrari eða merkari en þó öllu nær því hver í helvítinu ég þó raunverulega er. Mér er sama þó ég þurfi nokkur ár í þetta, þó ég verði sorglega stelpan í mínum árgangi sem enn verður ekki búin að ljúka neinu námi og enn ekki komin með almennilega stefnu í lífinu. Það er þó ekki eins sorglegt og að verða manneskjan sem er föst í einhverju sem henni finnst ömurlegt. Eða manneskjan sem ef til vill vaknar á gamals aldri og áttar sig á því að hún hatar allt í eigin fari og hefur aldrei nokkrun tíma gert það sem hana langar til, sem aldrei hefur hlustað á hjartað heldur skynsemina, manneskjan sem segir við börnin sín á dánarbeðinu "ekki gera sömu mistökin og ég gerði - lifðu heldur lífinu". Kannski þrátt fyrir að eyða einhverjum árum í þetta enda ég sem íslenskukennari á Akureyri eins og ég hef upp á síðkastið stefnt að - en ég veit þá vonandi að það er virkilega það sem ég vil, nú ef ekki- ég reyndi þó, geta allir sagt það?

Ég og Lína langsokkur eigum nú eitt og annað sameiginlegt sem gaman er að velta fyrir sér, ég er reyndar því miður ekki nærri því eins sterk og hún en til dæmis göngum við báðar frekar mikið í hnésokkum og tölum við gæludýrin okkar, svo má líka segja að ég, rétt eins og hún, búi á sjónarhóli. Ég bý í húsinu á hæðinni sem vissulega hefur oft sína kosti, eins og stórfenglegt útsýni allt yfir að Snæfjallaströnd, en hvað með ókostina? Þeir láta nú ekkert mikið á sér kræla fyrr en veturkonungur gerir svo. Það að búa uppi á hæð hlýtur að hafa það í för með sér að maður þarf að tölta upp brekku til að komast heim, mér finnst það óþolandi en ég lifi það svo sem af -hingað til! En þegar fer að frysta og brekkuhelvítið verður sleipt og illfært þá er ég alltaf jafnhissa þegar ég kemst heil heim til mín. Ég get ekki sagt að ég bíði spent eftir því að fara að tölta heim í hádeginu, (það er mjög ástæðulaust að nota bíla hér í bolungarvík þar sem lengsta vegalengdin er eins og upp í súper) reyna að taka þennan brekkafjanda á ferðinni en fara svo að spóla í miðri brekku, standa þarna á barmi örvæntingar með lappirnar til allra átta eins og snarbrjálaður riverdancerassapi alveg þar til ég missi þær endanlega undan mér og fer svo á drundskíðum niður brekkuna aftur til þess svo að mega endurtaka þennan leik þar til hádegið er búið og ég fer sársvöng, örg og niðurlægð aftur niður í sparisjóð að kvíða því að fara heim úr vinnunni. Hver er að byðja um þennan sataníska vetur? ég er svo sem sátt við kulda og bleytu en ég HATA snjó og enn meira HATA ég sleipu - en eitt það allra ömurlegasta sem ég veit í heiminum eru sleipar brekkur. Ég er að hugsa um að halda bara áfram að vera með ælupest núna alveg fram að vori - sem kemur samt aldrei hér fyrr en í Júní en tjah...
Þó dauninn hér á heimilinu sé að drepa mig núna eftir örfáa daga af þessari drepleiðinlegu flensu þá er ég viss um að ég get vanist þessu og þó ég hafi vorkennt mér svo mikið í gær þar sem ég lá uppi í rúmi og ældi í fötu viðstöðulaust í 14 klukkustundir þá get ég sjálfsagt vanist því líka - vont venst nema vont sé helvítis brekka með svelli...