Farin
Djöfull hlakkar í litla hjartanu mínu núna þegar ég geri mér grein fyrir því að ég er að komast burt héðan. Að þessum vinnudegi loknum byrjar tveggja vikna sumarfríið mitt og get ég ekki beðið eftir að leggja af stað suður.
Þessum tveimur vikum ætla ég að verja í algleymi og notalegheitum og allt fjárans Bolungarvíkurtengda amstrið ætla ég að láta eyðast út í eilífðina. Þegar ég kem heim verður allt gleymt og það sem hefur verið að drekka upp sálarstyrk minn skal með öllu horfið. Hvort sem ég ætla að beita fyrir mér kraftaverkum eða sjálfsblekkingu þá ætla ég að koma heim ný mannseskja, með nýjar hugmyndir og svo sannarlega nýjar langanir.
Hvað sem öllu svona helvítis væli líður þá ætla ég að fara að hypja mig á vit skemmtunar þar sem ég ætla að djamma af mér rassgatið. Kannski maður rati á netslóðir einhversstaðar þarna ytra til að láta vita af sér, segja sóðasögur úr Reykjavík, sukksögur frá Osló og viðbjóðslifnaðarsögur frá Köben. Fram að því bið ég að heilsa
Yfir og út...