fimmtudagur, júní 26, 2003

Það er löngu hætt að vera til frásögu færandi þegar ég get ekki sofnað á nóttunni en mikið er langt síðan ég hef brugðið á það ráð að grípa í ljóðabók. Lá ég yfir ljóðasafni Davíðs Stefánssonar, kjökrandi eins og lítil mús, fram eftir allri nóttu og er ekki frá því að litla freðýsan í brjósti mér hafi farið að hoppa. Og draumfarirnar sem svo, undir morgunn, í kjölfarið fylgdu... blóði drifin hrafnamóðir, vondur klerkur, brennandi brúðarskór, kjökrandi pessimisstar og brostnar vonir. Allt svo hádramatískt og átakanlegt að ég vaknaði uppgefin og nær vitstola af vitrunum sem birtust mér í gegnum svefninn - djöfull eru mér ætlaðist stórir hlutir í þessari veröld... sussusei...

miðvikudagur, júní 25, 2003

?a? er ?murlegt a? m?ta til vinnu gr?gr?nn og ?ge?slegur og ver?a svo bara fyrir a?kasti fyrir einhverja heimskulega heg?un helgarinnar sem fyrir l?ngu er horfin ? koppinn - andskotinn. ?g hugsa a? af ?llum m?num n?legustu heimskup?rum ?? f?i ég hva? lengst a? b?ta ?r n?linni me? ?etta - hva? var? um ?? fr?b?ru reglu m?n a? fara alltaf ? burtu til a? gera eitthva? svona heimskulegt? dem it....

mánudagur, júní 23, 2003


Í höfðinu á mér hefur tekið sér bólfestu ofvirk bassakeila og í maga mínum ormur sem rekur allt annað þaðan út. Núna er ég búin að æla viðstöðulaust í rúman sólarhring og verð ég að hallast að þeirri skoðun að hér sé annað en timburmenn á ferðinni. Ég svaf með höfuðið ofan í vaskafati í nótt vegna þess að ég var hætt að nenna að vakna til þess að æla. Fékk mér homeblest áðan og eftir hálftíma viðveru þess í maga mínum sá ég fram á að ná að halda því niðri - I was wrong. Rétt þegar ég hætti að vera í viðbragðsstöðu fyrir þessu ákvað það að frussast út um nefið á mér og núna er hvergi vært fyrir dauninum sem ég taldi mig hafa skilið eftir niðri í herbergi. Veðrið úti er djöfullega bjart og stillt og gæti ég ekki verið sáttari við að hanga bara hérna inni með gubb í nefi og öskrandi krakka sem gékk í lið við hausverkinn minn - dauði og djöfull...

ef fólki finnst þessi umræða mín óaðlaðandi þá vil ég bara benda því á að koma í heimsókn til mín - þá sér það hvað er óaðlaðandi!