Kannski bara ég sjálf...Þegar mér er gramt í geði og mér finnst tilveran í allri heild sinni asnalega leiðinleg þá man ég eftir sögunni um hafnfirðinginn í Englandi. Hann naut sín, að mestu, vel á hraðbrautum þar ytra, kunni þó að hafa að orði hvað heimamenn voru fyrir honum á veginum. Þar kemur að, að í útvarpinu glymur tilkynning frá almannavörnum um brjálæðing sem keyrir á öfugum vegarhelmingi og lætur ekkert stoppa sig. Segir þá hafnfirðingurinn í hálfum hljóðum "
eru þeir að tala um einn brjálæðing, þeir gera þetta allir" og heldur áfram sinni ferð.
Kannski ekkert sé að blessaðri tilverunni, kannski ég sé öfugsnúin, asnaleg og leiðinleg þessa dagana. Ég er allavega oj leið og pirruð og sé ekki fyrir endann á því.