Suma daga,
Hlaupa svartir kettir fyrir bílinn hjá manni, spegillinn brotnar, maður gengur undir stigann, krakkaskari á hjólum umlykur þig og hleypur svo fyrir bílinn, gamall skarfur með hatt beygir í veg fyrir þig, gömul kerling veð varalit út á kinn öskrar á þig að í þér búi djöfullinn og þegar þú heldur að það geti ekki versnað annað hvort springur hjá þér eða byrjar að rigna - nema þegar hvorutveggja gerist.
Dagurinn í dag er ekki svoleiðis.
Nokkuð er það þó sem ég er ósátt við - ég finn hvorki Abbababb diskinn minn né Hemma. Á báðum hef ég fest kaup oftar en í tvígang en þeir hafa þessa tilhneigingu til að hverfa - ég er ekki hissa svo sem, ég myndi sennilega hnupla þeim ef ég fyndi þá á glámbekk. En mig bráðvantar þessa diska - sérstaklega Abbababb því hann kippir öllu í lag - alltaf. Hemmi Gunn & Kalli Hallgríms - er hægt að biðja um meira?