Í gærkvöldi elskaði ég vinnuna mína, í dag... Ekki!
Vísa ísland bauð öllu bankafólki vestfjarða til afmælisfundar á Hótel ísafirði í gær. Þetta var skítfínt þriðjudagskvöld! Eftir að hafa hlustað á tvo (helst til langa) fyrirlestra mætti enginn annar en Helgi Björns til að syngja fyrir okkur og hvítvín, rauðvín og bjór fór að flæða. Að sjálfsögðu lét ég bjórinn eiga sig og skellti mér bara á hitt eitrið – hollustan ofar öllu.
Eftir að hafa hvolft í mig nokkrum glösum af rauðu og hvítu (þetta er nebla eins og að rífa af sér plástur, maður verður bara að sturta þessu hratt í sig því þetta er svo vont) settist ég til borðs og fékk forrétt. Það var sjávarrétta demantur, algjör klassi – get ekki sagt að þetta hafi verið alveg upp á pallborðið hjá mér en passaði furðu vel með rauðvíninu. Svo á meðan verið að hreinsa borðin eftir forréttin fór Helgi að syngja aftur og enn flaut vínið.
Helg þandi raddböndin þar til aðalrétturinn var borinn á borð. Það var kjúklingabringa, sennilega óþarfi að taka það fram en þegar búið vara að taka alla diska af borðinu mínu var ég enn að klára skammtinn minn – það er sama hvort það er kappát eða spretthlaup, ég er alltaf langseinust. Svo reyndar át ég ekki eftirréttinn minn því það var svona feitabolluís og eitthvað, borðaði kívísneið og jarðaber – maður er að standa sig.
Þegar ég kom út í vík gekk mér illa að finna fólk til að leika við, kíkti aðeins til Rögga en skrölti svo bara heim. Hlunkaðist upp í rúm til mömmu og fór að kjafta – fínt að koma heim úr vinnu í þessu ástandi – pabba fannst það ekki svo sniðugt!
Ég var ekki edrú þegar ég lagðist til svefns, raunar var ég jafn fjarri því og ég var því að vera hress klukkan 5:55 þegar ég ætlaði að rífa mig upp til að fara í spinning – þess í stað stökk ég upp og ældi!
Núna er ég bara með dúndrandi hausverk og langar að komast í sumarfrí!