fimmtudagur, september 25, 2003

Ég auglýsi eftir ferðafélaga

Mig vantar einhvern einstakling til að hafa með mér til Noregs, miðaverð í þessa klassaferð er einkar hagstætt auk þess sem hún felur í sér einhverjar samverustundir með mér og jafnvel mínum dásamlega og rólega bróður. Til stendur að skreppa jafnvel helgarferð yfir til köben þar sem slett verður úr klaufunum og drullað yfir danska tungu. Áhugasamir vinsamlega hafi samband sem fyrst, ég held ekki sönsum hér mikið lengur!

miðvikudagur, september 24, 2003

Í gærkvöldi elskaði ég vinnuna mína, í dag... Ekki!

Vísa ísland bauð öllu bankafólki vestfjarða til afmælisfundar á Hótel ísafirði í gær. Þetta var skítfínt þriðjudagskvöld! Eftir að hafa hlustað á tvo (helst til langa) fyrirlestra mætti enginn annar en Helgi Björns til að syngja fyrir okkur og hvítvín, rauðvín og bjór fór að flæða. Að sjálfsögðu lét ég bjórinn eiga sig og skellti mér bara á hitt eitrið – hollustan ofar öllu.

Eftir að hafa hvolft í mig nokkrum glösum af rauðu og hvítu (þetta er nebla eins og að rífa af sér plástur, maður verður bara að sturta þessu hratt í sig því þetta er svo vont) settist ég til borðs og fékk forrétt. Það var sjávarrétta demantur, algjör klassi – get ekki sagt að þetta hafi verið alveg upp á pallborðið hjá mér en passaði furðu vel með rauðvíninu. Svo á meðan verið að hreinsa borðin eftir forréttin fór Helgi að syngja aftur og enn flaut vínið.

Helg þandi raddböndin þar til aðalrétturinn var borinn á borð. Það var kjúklingabringa, sennilega óþarfi að taka það fram en þegar búið vara að taka alla diska af borðinu mínu var ég enn að klára skammtinn minn – það er sama hvort það er kappát eða spretthlaup, ég er alltaf langseinust. Svo reyndar át ég ekki eftirréttinn minn því það var svona feitabolluís og eitthvað, borðaði kívísneið og jarðaber – maður er að standa sig.

Þegar ég kom út í vík gekk mér illa að finna fólk til að leika við, kíkti aðeins til Rögga en skrölti svo bara heim. Hlunkaðist upp í rúm til mömmu og fór að kjafta – fínt að koma heim úr vinnu í þessu ástandi – pabba fannst það ekki svo sniðugt!

Ég var ekki edrú þegar ég lagðist til svefns, raunar var ég jafn fjarri því og ég var því að vera hress klukkan 5:55 þegar ég ætlaði að rífa mig upp til að fara í spinning – þess í stað stökk ég upp og ældi!

Núna er ég bara með dúndrandi hausverk og langar að komast í sumarfrí!

mánudagur, september 22, 2003

Back to reality

Ég má nú ekki dvelja of lengi í geðshræringu við það sem ekkert er. Þess í stað ætla ég að rifja upp sorglegu tilraun mína til þess að komast á dansiball um helgina. Laugardagskvöldið var reyndar mjög skemmtilegt framan af og ég alveg í stuði. Við Drullí sátum og reyndum að skola niður mögru áfengi, drukkum eina flösku af Jacob’s creek, sem er ógeðslegt hvítvín, drukkum slatta af létt bjór, sem er kaloríuminni og ógeðslega vondur – en maður lætur sig hafa þetta, allt fyrir hollustuna. Mætir ekki sjálfur Herbert Guðmundsson þarna inn okkur til óblandinnar ánægju – maðurinn er ekki bara goð, töffari og snillingur, heldur er hann goð, töffari og snillingur sem er enn fyndnari í eigin persónu.

Ekki var langt liðið á kvöldið þegar við yfirgáfum kveðjupartíið sem haldið var til heiðurs foreldra hennar Drullí (þó þau hljóti nú að hætta við að flytja). Við fórum yfir á ísó til hennar Tinnu þar sem við fórum að drekka gin og ætluðum að klína okkur í almennilegan gír fyrir ballið. Eitthvað var vömbin mín þó ósátt við þetta plan og fékk þetta djamm mitt snöggan endi þegar ég fór að hristast og nötra undan magakvölum. Ég endaði heima hjá mér þar sem ég lá svo fram eftir nóttu og dundaði mér við að fylla stóran bala af blóði sem vall út um trantinn á mér – djöfull þarf ég að gera allt svo fólk taki eftir mér.

Sunnudagurinn var samt alveg til að bæta allt upp – hann fór í leti, át, fíflagang og hlátur, sum sé dagur eins og þeir gerast bestir.

Get ekki beðið eftir næsta sunnudegi því þá er alltaf löglegt að láta eins og fífl.

Enn um draumfarir

Ég er mikið búin að vera að hugsa það í dag hvern fjandann ég hef unnið til að fá að dreyma svona ógeðslega illa. Ég vaknaði um miðja nótt, eftir stífa baráttu við svefnguðinn til að fá að vakna, kófsveitt, grenjandi og hræddari en ég hef nokkru sinni verið á ævi minni. Hvílíkur draumur, ég er viss um að ég hef verið bara hársbreidd frá því að dragast inn í annan heim því þetta var allt svo raunverulegt að ég er uppgefin á líkama og sál eftir allar þessar svaðilfarir sem ég fékk að skoða. Ef fólk vil fá að sjá eitthvað verulega sjúkt þá á það alls ekki að vera að leita í splatter myndir og eitthvað kjaftæði – það á að tengjast kollinum á mér á meðan ég sef. Kúkadraumurinn sem heimsótti mig í síðustu viku, eins illa lyktandi og ógeðslegur og hann nú var, er hátíð við hliðina á þessu helvíti. ef þessi tiltekni draumur heimsækir mig einu sinni enn er ég nokkuð viss um að ég muni endanlega hætt að sofa og missa svo vitið. Nóg um öll þessi lík sem ég dreymi af og til, manndrápsdraumana mína og allt þetta sjúka krapp sem vitjar mín, ég skal taka því en þessi draumur í nótt tók öllu út. Ég heimsótti helvíti og er viss um að það var rétt með naumindum sem ég komst til baka.

If you want to visit a very dark place, my head is the way to go!

Til allrar hamingju tókst mér með einhverjum hætti að róa taugar mínar og sofna aftur –þá fékk ég góðan draum sem ég hefði alveg viljað dvelja við í nokkurn tíma en það verður víst ekki á allt kosið.

Í morgun fór ég samt að leita að bílnum mínum því ég minntist þess að hafa sofnað undir stýri og ekið honum út í skurð – hann var samt heima í hlaði. Er það áhyggjuefni þegar mörk raunveruleika og ímyndunar eru orðin svona óljós?