föstudagur, maí 09, 2003


Lirfurnar eru alveg að fara að breytast í fiðrildi og ég er skíthrædd við það. Nú er sá tími að fara í hönd þar sem maður vaknar með sól í hjarta upp á hvern einasta dag og æðir um alla veröld eins og síkátur skæruliði sem kyssir sín fórnarlömb í stað þess að skjóta þau.

Það er eitthvað að mér í dag, þetta skap brýtur í bága við vel þekkt náttúrulögmál -ALDREI tala við mig fyrir hádegi, ég er búin að vera að söngla í klukkutíma og þó er klukkan ekki nema rétt að skríða í átt að 11. Ég veit að bráðum fer ástin að skjóta upp kollinum út um allt og að mér sækir sá ótti að ég eigi eftir að fá minn skerf af þessum sumarfíling. Það er óþolandi! Sumarást er heimskulegri en öl-ástin. Því sumar breytist í haust sem breytist í vetur og þá gráta allir því þeir sjá að sumarástin fór í mann sem eftir allt var ekkert svo æðislegur, hann var bara kjánalegur Red-nex moron með kímnigáfu á við tannþráð, greinarvísitölu á við naglabönd og tilfinningaþroska á við skósóla. Samt vælum við kellur þegar allt er yfirstaðið - af hverju? A því að það er bara voða kvenlegt? af því að við sjáum eftir tímanum sem við hentum í fíflið? af því að við sjáum eftir fíflinu? Hell if I know! En svona virkar bara þetta fáránlega sumartilfinningaflæði - sussusei!

Það er nú samt pínu gaman að þessu á meðan á því stendur...

miðvikudagur, maí 07, 2003


Vá, það er brjálað að gera í vinnunni í dag...
alveg svona mikið -

HarleyGuiding
Harley Cooper: Thu ert uppreisnarseggur og
villingur! Skyrd eftir Harley Davidson
motorhjli, fylgir engum reglum og gerir thad
sem thu villt. Thin veika hlid eru karlmenn,
thu hefur gifst nokkrum sinnum vegna astar, en
thad hefur aldrei gengid upp. Thu ert hins
vegar mjog skotin i nuverandi kaerasta thinum,
hann er logga alveg eins og thu. Vonandi bara
ad hann fai aftur tilfinningu i lappirnar eftir
sprenginguna...


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla


anyways, þetta er bull...


Skemmtilegur leikur sem við fórum í á rúntinum í gær. Prófuðum að gefa hollen skollen smá frí og forum þess í stað að henda fram vandræðalegum uppljóstrunum – mér finnst ég allt í einu nakin! Mæju Bet tókst eftirminnilega (and i quote) að skjóta sig í hausinn því hún hitti ekki fótinn!
En góðu fréttirnar eru þó þær að ég fékk nú líka smá infó – sem mér finnst alltaf gaman!

Ég er samt hrædd um að ég hafi komið illa út úr þessu öllu – ég veit að þetta “kennir ungum strákum” djók á eftir að draga dilk á eftir sér... hana nú!

þriðjudagur, maí 06, 2003


Hey - góð hugmynd! Við skulum bara fara með kórnum til Hólmavíkur og smakka allt sem er til á barnum á Kaffi Riis og muna svo að við eigum tvær kippur og flösku. Svo skulum við reyna að skola sem mestu af því niður í rútunni eða alveg þar til við erum orðinn nógu kærulaus til að láta skilja okkur eftir í DJÚPMANNABÚÐ!

Þessi þynnkuvakning trónir sko ofarlega á lista yfir bestu morgna lífs míns. Besta vakning til þessa er óneitanlega síðan síðasta sumar, þegar ég vaknaði eftir fyllerí rétt hjá Blönduósi, á sjúkrahúsinu á Akranesi og mátti ekki drekka dropa fyrr en eftir sólarhring. Núna þurfti ég nú bara að velta mér upp úr því hvað ég yrði lengi að labba þessa 130 kílómetra heim til mín - eða bara 100 (eða eitthvað) kílómetra í næsta símasamband í stað þess að hugsa, eins og ég gerði á akranesi, upp leiðir til að framleiða nógu mikið munnvatn til að svala deyðandi þorstanum.

En já, Djúpmannabúð - heimskulegur andskoti.

Annars var þessi morgun núna ansi góður líka. Sólberg frændi kom til tals við mig einvherntíma fyrir páska og spurði hvort ég væri ekki til í að koma einhverntíma í grunnskólann og tala við 5. til 7. bekk um morfís - bara svona segja frá keppninni. Það var nokkuð gaman bara - rigndi svoleiðis yfir mig spurningunum. Ein góð svona sem stendur upp úr - hefur þú einhverntíma reynt að sofa hjá dómara til að vinna keppni? ekki fannst mér neitt skárra þegar ungur frændi minn í þessum hópi hrópaði svo upp ég veit alveg að þú átt engan kærasta, svo þú mátt það alveg! var ég svona þenkjandi fyrir fermingu?

sussu sei....

annars heljar djamm á næstu helgi - slútt hjá kórnum á föstudagskvöldið. Má ekki taka með nema einn að mönnunum mínum svo ég held að ég skilji þá bara alla eftir. og á laugardaginn eru kosningar - ég fer nú að fá nóg af þessum Bakkusi!

spurning hvort Sólberg og Hafrún fái lítinn Davíð eða litla Ingibjörgu á kosningadaginn...

mánudagur, maí 05, 2003

Já já, er ég bara kaldhæðið dike? annars er mér sama - hann er cool bara!





I'm Chandler Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.