Lirfurnar eru alveg að fara að breytast í fiðrildi og ég er skíthrædd við það. Nú er sá tími að fara í hönd þar sem maður vaknar með sól í hjarta upp á hvern einasta dag og æðir um alla veröld eins og síkátur skæruliði sem kyssir sín fórnarlömb í stað þess að skjóta þau.
Það er eitthvað að mér í dag, þetta skap brýtur í bága við vel þekkt náttúrulögmál -ALDREI tala við mig fyrir hádegi, ég er búin að vera að söngla í klukkutíma og þó er klukkan ekki nema rétt að skríða í átt að 11. Ég veit að bráðum fer ástin að skjóta upp kollinum út um allt og að mér sækir sá ótti að ég eigi eftir að fá minn skerf af þessum sumarfíling. Það er óþolandi! Sumarást er heimskulegri en öl-ástin. Því sumar breytist í haust sem breytist í vetur og þá gráta allir því þeir sjá að sumarástin fór í mann sem eftir allt var ekkert svo æðislegur, hann var bara kjánalegur Red-nex moron með kímnigáfu á við tannþráð, greinarvísitölu á við naglabönd og tilfinningaþroska á við skósóla. Samt vælum við kellur þegar allt er yfirstaðið - af hverju? A því að það er bara voða kvenlegt? af því að við sjáum eftir tímanum sem við hentum í fíflið? af því að við sjáum eftir fíflinu? Hell if I know! En svona virkar bara þetta fáránlega sumartilfinningaflæði - sussusei!
Það er nú samt pínu gaman að þessu á meðan á því stendur...