Bossinn minn
Þessi helgi var alveg stórgóð - þó mér segi svo hugur um að sitjandinn á mér sé ekki sömu skoðunar. Við stöllurnar skelltum okkur í hjólatúr í þynnkunni á laugardeginum og ég held það geti svarið því að undirrituð verður stífluð eitthvað fram eftir sumri. Hver hannar sætin á þessi blessuðu reiðhjól? En hvað um það, gaman var það. Við vorum dugnaðarforkar úti í sælunni í fleiri tíma, rúntuðum út í Ósvör og tókum svo smá pick-nick á brúnni, þaðan skelltum við okkur á gamla-róló þar sem öll leiktæki hafa minnkað all verulega - það var allavega ekki óvíða sem hlussurassinn minn festist. Eftir hamagang og hlátursköst allan daginn var haldið á Miðstrætið þar sem eitthvað var gellað fólk upp áður en við héldum út á lífið.
Ég kíkti nú í gættina á Löggupöbb þar sem ætlunin var að eyða kvöldinu en færðist fljótt yfir í þetta líkja heljarinnar fimmtugsafmæli þar sem ég dvaldist sæl og kát fram undir morgun. Ég held að þessi gleðskapur verði seint sleginn út. Enda eintómir meistarar og höfðingjar þar á ferð.
Viskustig helgarinnar fer án nokkurs vafa til Snævars stórfrænda míns og tel ég það nokkuð fyrirséð að hann haldi því ansi lengi. Andskotans snillingur...