föstudagur, maí 23, 2003

Þetta er allt út af þessu bláa flaueli


Mér er það fyrirmunað að skilja af hverju fólk bíður ekki í röðum, áflogum skreyttum, eftir að fá að sofa hjá mér. Eins og ég er nú alltaf stórskemmtileg og frábær manneskja þá kemst hin vakandi ég hvergi nærri þeirri perlu sem ég er þegar ég næ að festa svefn. Það er ósköp skiljanlegt að ég skuli eiga svona erfitt með svefn, ef allir vissu hvað ég er fyndin á meðan ég sef þá vildi ekki nokkur maður hafa mig vakandi auk þess sem það væri blóðugur óréttur gagnvart öllu öðru fólki.

Þegar ég er vakandi er ég kannski góð og upp á síðkastið ofboðsleg glöð og asnaleg en þegar ég sef brosi ég – ALLTAF. Ég syng og ég hlæ og ég segi og geri svo ógleymanlega hluti að ég get ekki talið þau skipti sem ég hef vaknað upp við hláturrokur, stundum mínar, stundum áhorfenda minna.

Góð dæmi um gullmola sem oltið hafa upp úr mér eru m.a. :

Ég kenni sæbrautinni alfarið um þetta fíaskó
Það er vegna þess að þegar nashyrningar fljúga gráta fræin
Þetta er allt út af þessu bláa flaueli sem rokríður rokinu
You scratch my back – I poke your ass


En góð og viðbjósleg lína sem ég vaknaði upp við í morgun, ég var að syngja og það illa og vont lag...

lífið er dásamlegt...

klípið mig - ég er farin suður í spillinguna að ná mér í smá myrkur


I woke up to the sound of music in my head - ok. er reyndar að fara suður á eftir en er þetta ekki to much - ég kenni Rúnu alfarið um þetta


Tonight's the night we're gonna make it happen,
Tonight we'll put all other things aside.
Give in this time and show me some affection,
We're going for those pleasures in the night.
I want to love you, feel you,
Wrap myself around you.
I want to squeeze you, please you,
I just can't get enough,
And if you move real slow,
I'll let it go.
I'm so excited,
And I just can't hide it,
I'm about to lose control
And I think I like it.
I'm so excited,
And I just can't hide it,
And I know, I know, I know, I know
I know I want you, want you.

We shouldn't even think about tomorrow,
Sweet memories will last a long long time.
We'll have a good time baby don't you worry,
And if we're still playing around boy that's just fine.

Let's get excited,
And we just can't hide it,
I'm about to lose control and I think I like it.
I'm so excited,
And I just can't hide it,
And I know, I know, I know, I know
I know I want you, want you.

I made a deal with the devil and now I must pay my dues

Að mér hefur sótt, upp á síðkastið, hræðslusvimi og fáránleiki. Ég er banginn við þetta skrímsli sem ég er að breytast í – ég er að brosa og klukkan er ekki orðin tíu. Ég vaknaði klukkan hálf sjö, frekar svekkt yfir því að klukkan væri ekki orðin örlítið meira svo ég gæti með góðu móti farið á fætur. Ég keypti mér bleikan bol um daginn, eignaðist bleikan varalit og fékk mér svo, til að kóróna þetta allt, bleika eyrnalokka. Ég er gangandi tákn ástar og hamingju og fullorðið fólk hefur það á orði hvað dóttir hennar Betu Maju sé alltaf glaðlynd og elskuleg. Ég er tákn þess góða hér í bæ og mig sundlar og verkjar undan þessu oki.

Já, nei nei, Það sól og sumar, svo kætumst bara og gleðjumst og látum eins og öllum sé sama þótt brjóstsviðinn hafi drepið gömlu góðu Mæju Bet. Ég hef ekki hvæst bitið eða argað á nokkurn mann svo dögum, jafnvel vikum skiptir – does that make any sense to anyone? Ég fór aftur í golf og ég var svo lige glad að mér var sama þegar ég sló framhjá kúlunni, ég var það yfirveguð og cool á því að fyrir vikið náði ég upp nokkrum merkilega sæmilegum sveiflum – og það skrítnasta, mér var alveg sama þó ég sé skítléleg ég var bara ánægð með þessa miklu framförplease! Ég gæti gubbað...

Svo þarf ég að játa eitt viðbjóðslegt – ég kíkti á nágranna og ég bara vorkenndi stelpunni sem fékk spark við altarið- ÉG! Ég vorkenndi, pigs will fly pretty damn soon

mánudagur, maí 19, 2003


Getur maður nokkuð drepist úr brjóstviða?