miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Hitabylgja

Ég bar á mig krem í morgun sem núna er að bráðna utan af mér eins og kertavax. Ég sit hér löðrandi, svitastrokin og glæsileg og bíð þess að dagurinn líði svo ég megi snúa aftur heim í skuggann. Ég veit að ég hef ekki verið að haga mér sem skyldi upp á síðkastið en stóð þó í þeirri meiningu að ég fengi allavega að bíða þar til ég dræpist með að fara til helvítis fyrir það. Andskotans hitamælirinn hamast við að klifra ofar og ofar, heldur að hann sé að hita upp fyrir eitthvert fjandans maraþon. Síðan ég mætti í vinnu hef ég unnið eitt verk - fór í búðina og keypti ís fyrir liðið. Ég er sárkvalin. Þegar sumrin í Bolungarvík, íslandi eru orðin heitari en svo að ég þoli við hvar er ég þá best geymd?