fimmtudagur, júní 19, 2003


Titties....

Ekki svo að skilja að ég sé ekki að bilast úr afbrýðisemi yfir þessum föngulegu túttum hennar Tinnu en er hún að kalla mig skítuga lufsu?
Það er ekkert skrítið að afi gamli hafi dundað sér við að henda rusli niður í dalinn djúpa til að reyna að hylja litla "saklausa" barnabarnið sitt....

en þakka þér sömuleiðis fyrir helgina góða mín, hugsa nú að ég láti ekkert mikið sjá mig fyrir norðan á næstunni enda kannski lítið þangað að sækja þessa dagana - komdu bara vestur... víííííííííííí


Stundum má tíminn alveg standa í stað

Ég veit ekki hvar ég á að byrja – sumarfríið mitt var stórkostlegt. Frá því að ég fór norður á fimmtudegi og þar til ég kom til baka í gær er ég búin að gera svo margt og hafa svo gaman að ég trúi því ekki að þetta hafi bara verið tæp vika. Ég er líka útlifuð núna eins og að aflokinni þjóðhátíð. Haltrandi um marin og blá með skítaglott út að eyrum því ég veit að það mun líða langur tími þar til ég hætti að brosa með sjálfri mér að allri vitleysunni sem ég er búin að rata í á þessum fáu en frábæru dögum.

Ekki að fimmtudaginn hafi ekki einkennt sár vonbrygði þar sem mér fannst ég fylgja til grafar góðvini mínum sem ég kenni við Fimmtudagsfyllerí. Kannski fyrir bestu samt því flestir dagarnir sem í kjölfarið komu kölluðu á orku. Föstudagurinn fór reyndar að mestu í það að bíða eftir Tinnu sem lét ekki sjá sig á Akureyri fyrr en ég var búin að gefast upp á að bíða eftir henni og komin í kaffi og kósý inni í Eyjafirði. En stelpuskömmin kom svo ég neyddist til að taka í öl með henni, dansa svo fram á rauða nótt og vera með heimskupör niðri í bæ – sumt fólk á bara skilið að láta sparka í sig, svo leiðast mér líka menn sem pota í brjóstin á mér eins og þar sé þeirra gróðalind. Say no more.

Á laugardaginn var Tinna næstum búin að drepa mig með búðarrápi og sá ég ekki fram á að henni tækist að bæta mér þetta nokkurn tíma upp – það tókst þó um leið og við ráfuðum argar og ómögulegar inn á Karólínu og ég fékk mjöð minn ásamt vænum skammti af kæti og hláturskasti. Snork mitt og ófrínleg óhljóð sem fylgja ófríðum öndunarörðugleikum mínum fældu ekki marga út af karó – þvert á móti vakti þetta mikla lukku og heyrði ég fyrir aftan mig hvar einhver dæsti og hljóðaði frá sér “ahh, þessi hlátur”. Það var ekki fyrr en einhverjum klukkutímum síðar að ég áttaði mig á því að mjög sennilega var þetta frændinn sem gleymdist einu sinni heima hjá mér – það er nú ættgengur andskoti á þeim bænum að bauna á mig fyrir hlátur minn, ég tek það ekkert nærri mér.

Þessi Karóferð var ágætis upphitun fyrir það sem koma skildi – þessi dagur var afar langur og votur og veit ég ekki hvort hápunktinum var náð þegar þessar tvær kippur sem ég drakk í gufubaðinu lögðu mig eða þegar ég reis upp frá dauðum, harkaði mér niður í bæ og fór á kostum fyrst á dansgólfinu og svo við át á sigarettustubbum og kynferðislega áreitni í garð manna sem kunnu það bara vel að meta. Einhverra hluta vegna tók heilsu minni þó að hraka þegar sigarettustubbarnir fóru að skila sér upp aftur svo ég fór ein heima að sofa þrátt fyrir augljósa og raunar frekar spennandi sjénsa.

Allan Sunnudaginn leið mér eins og ég hefði drepist í gufubaði og svo étið fimm sígarettustubba!

Og svo kom mánudagur! Þá flaug mér frá allt tengt skynsemi og siðferði. Þeim sem vilja sorann er bent á síman minn og/eða bréfaskriftir (rafrænar eða gamaldags, ég er opin fyrir öllu). Í sem stystu máli þá er ég algjör pæja og rokkari og ég á svo hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.

Toppur þessarar ferðar var samt sjálf útskriftarhátíðin. Þrátt fyrir ömurlega bryjun á deginum með þynnku, skjálfta og annarlegu sálarstandi þá hrökk ég í gírinn yfir matnum enda annað ómögulegt innan um annað eins einvala lið snillinga eins og Family Steinnes er. Ég hló og ég hló og drakk og ég drakk. Svo var dansað og ég varð ástfangin af pöpunum. Að láta staðar numið er ekki mín sterkasta hlið svo þegar ballinu var slúttað og mér annað kvöldið í röð sópað út úr höllinni var haldið út á skólalóð þar sem ég komst fetinu nær markmiði sem ég veit að margar kynsystur mínar úr MA eiga sameiginlegt. Gamli skóli var það nú ekki alveg heillin- en andskoti fór ég nærri því.

En núna er fríið mitt búið og ég er lúin og á kafi í vinnu.

Þakkir fá svo margir að ég nenni ekki að fara í þá talningu, ofarlega á þeim lista er þó Valdimar, sem enn er ekki hættur að hvetja mig til kennslu, fyrir að vera hetja á dansgólfinu sem og fyrir að kæta alltaf mína lund. Eins stendur Steinnes fjölskildan upp úr enda bara frábært fólk.

Geispandi og gapandi ætla ég nú að haltra upp brekkuna mína og leggja mig í hédeginu... góðar stundir