Hvaða hint er þetta í gestabókinni minni?
hvað um það, miðvikudagur - dekurdagur! Fór í klippingu og litun í ofvaxna hádeginu mínu og nú er ég að bíða þess að komast að í vinnustaðanuddinu, mikið að velta því fyrir mér að klína mér inn í ljósabekk eftir vinnu og jafnvel kíkja í mánagull og fá mér vellyktandi eða eitthvað svona sniðugt fyrir gjafabréfið sem mamman hennar Tinnu Bjargar gaf mér.
Hún er drottning, gaf mér gjafabréf á snyrtistofuna fyrir það að halda andlitinu á laugardaginn. Tinna fékk mig með sér að vinna á barnum í veislu sem pabbi hennar var að hósta - svo ég fari sem fæstum orðum um þetta þá má segja að ég hafi kannski staðið örlítið þéttar í báða fætur en sumir - bara gaman að því.
Annars líður hratt að fyrirhugaðri sunnanför og það er ekki nokkur sála búin að bjóða mér að gista - þarf ég í alvöru að fara að betla?