miðvikudagur, maí 14, 2003


Hvaða hint er þetta í gestabókinni minni?

hvað um það, miðvikudagur - dekurdagur! Fór í klippingu og litun í ofvaxna hádeginu mínu og nú er ég að bíða þess að komast að í vinnustaðanuddinu, mikið að velta því fyrir mér að klína mér inn í ljósabekk eftir vinnu og jafnvel kíkja í mánagull og fá mér vellyktandi eða eitthvað svona sniðugt fyrir gjafabréfið sem mamman hennar Tinnu Bjargar gaf mér.
Hún er drottning, gaf mér gjafabréf á snyrtistofuna fyrir það að halda andlitinu á laugardaginn. Tinna fékk mig með sér að vinna á barnum í veislu sem pabbi hennar var að hósta - svo ég fari sem fæstum orðum um þetta þá má segja að ég hafi kannski staðið örlítið þéttar í báða fætur en sumir - bara gaman að því.

Annars líður hratt að fyrirhugaðri sunnanför og það er ekki nokkur sála búin að bjóða mér að gista - þarf ég í alvöru að fara að betla?

þriðjudagur, maí 13, 2003


Ég þreytti frumraun mína í golfi í gærkvöldi- það var ekki svo slæmt, gerði mér lítið fyrir og setti íslandsmet, nú á ég tvö. Ég setti met á hlaupabrautinni í Mosfellsbæ þegar ég var í Varmárskóla fyrir fjölmörgum árum. Svo mörgum að þetta var sennilega fyrsta íslandsmetið sem sett var á þessari braut og ég þykist hænsni ef metið stendur ekki enn – það getur ekki nokkur lifandi sála hafa farið 100metrana á lengri tíma en ég gerði þá og ég get ekki trúað að nokkur annar en ég hafi farið fyrstu holuna hér á yfir 40 höggum – geri menn betur!

Annars lítið að frétta af Mæsunni. Fín helgi yfirstaðin með tilheyrandi afgöngum sem freista mín á sársaukafullan hátt í dag. Komið sumar í mig sem táknar svefnleysi fram til hausts. Kellingin stungin af til Akureyrar í skólann svo við gamli maðurinn erum tvö um að verma kotið – ekki vildi ég taka við því af okkur, hvort öðru latara í þrifum og svoleiðis helvíti. Sól og meiri sól, ég sé ekki neitt og það glampar á þennan skjá, svo hvað er ég að skrifa – ekki klú!

Suður ekki núna um helgina heldur næstu... people prepare!