þriðjudagur, ágúst 31, 2004


Síðasti þriðjudagurinn


Ég er búin að fjárfesta í flugmiðum og sækja um svefnstað ytra svo nú verður varla aftur snúið. Það er ekki laust við að það sé að taka sér bólfestu hnútur í maganum á mér - en er við nokkru öðru að búast? Það er komin dagsetning á kveðjureifið! 10. september stendur til að hittast heima hjá Mæsunni áður en hún heldur utan - mikið um dýrðir.

Ég er alveg að fara að hætta að vinna - á eftir þennan guðsvolaða þriðjudag, einn nudddag, einn kökudag og einn föstudag! Þetta er allt að bresta á...

það er voðalegur þriðjudagur í mér eins og er, og það er jafnvel verra en að hafa mánudag í sér en á morgun kemur betri tíð - ég lofa...