fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Alltaf jafn gaman


Aldrei þessu vant þá fór ég á rúntinn með Dibbu og Rögga Magg (sem er by the way farinn að veita bæjarstjóranum samkeppni í skoðanakönnunni) í gærkveldi. Við keyrðum hring eftir hring eftir hring og héldum uppi innihaldssnauðum en nokkuð óþvinguðum samræðum. Á einhverjum tímapunkti fóru að berast í tal misheyrnir úr lögum, eitthvað sem ég hef alltaf jafn gaman að - mér fannst ég því verða að leifa þeim að lesa aðeins þessa færslu.

Fyrir örfáum dögum var ég stödd inni á sjoppu og fannst ég aðeins verða að agnúast út í afgreiðsludömuna (enda hýenur upp til hópa sem vinna þarna) hafði ég orð á því, fremur í heilum hljóðum, að það væru bara allir búnir að fá að riðjast fram fyrir mig. Aldrei þessu vant snérist brandarinn upp á mig því öllum fannst ég hafa sagt "það eru allir búinir að fá að ríða strák nema ég". Hvernig tóks það?
En men, how i wish that were true...

Annars má ég ekkert vera að þessu því Mæja "femin" Bet er að baka köku í vinnunni sinni. Mér fannst svo langt síðan eitthvað fyndið hafði drifið á daga mína að ég ákvað að skella mér í eldhússtörfin - getur ekki annað en endað með ósköpum - YES

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Sumir dagar eru bara svona

Hárið á mér er ógeðslegt, það var það þegar ég vaknaði, á meðan ég þvoði það og eftir að það þornaði. Mér er illt í hausnum og það er eins og flestir sem ég þekki hafi sameinast um að gera þennan hausverk verri og verri. Frá því að ég opnaði tölvuna mína klukkan níu í morgun hefur hann, ásamt áhyggjum, stressi og ergelsi verið að stigmagnast og rekja mig nær og nær mörkum þessarar Mæsu og annarar. Ég er alveg að niðurlotum komin og ég get svo svarið það að ég finn hvað það styttist í að ég missi mig.

Stundum er hausverkur bara hausverkur. En stundum er hausverkur merkið um heimsáþján, merki þess hve ekkert í heiminum er manni óviðkomandi og á meðan heimurinn er meira vondur en góður eiga þeir sem þjást af þessari bölvun – heimsáþján- sér ekki viðurreysnar von. Þeir verða undir í heiminum. Þeir láta traðka á sér og þeir taka við hvers mans skít og yfirgangi. Þessi guðvolaði dagur er búinn að vera vondur. Það eina góða við hann var hádegið því ég borðaði með mest róandi manneskju sem ég þekki – mömmu. Ef hún hefði ekki farið með mig út í hambó hefði ég sennilega sparkað í einhvern smákrakka eða eitthvað svona grey sem getur ekki tekið á móti.

Nú er klukkan að verða hálf fjögur. Þegar hún verður hálf fimm ætla að ég að vera komin heim. Ég ætla að slökkva á símanum mínum og taka sveig framhjá tölvunni. Ég ætla ekki að tala við neinn utan heimilis míns...


KRAPP

Ég var búin að hugsa mér að blogga aðeins núna en ég er bara í svo ÖMURLEGU skapi að ég nenni því ekki.

Hætt hefur verið við fyrirhugaða menningarferð...