Lady in pink
Ég er jafn úrvinda og ég er endurnærð – þessi helgi var öngvu leiðinlegu augnabliki prýdd. Ég var kát frá því ég vaknaði á föstudagsmorgunn og ég er það enn. Ætli það sé nokkuð hættulegt fyrir fyrrum ákafan pessimissta að vera með svona mikla gleði í hjartanu sínu?
OJ!
Hvað er að verða um mig, gangandi um ljómandi af gleði og öllu sem bleikt er – svona var öll helgin allavega...
Annars er fjölmargt annað sem stendur upp úr –
fallegur dans á laugarveginum sem vakti mig til verulegrar umhugsunar um eigin greind, þroska og geðheilsu,
rót og kjarni,
riðlar,
fólk,
kúkatyppi,
pizza,
bláa lónið, veðmálspottur (sem ég hirti –woopdydoo)
bjór, hlátur og gleði gleði gleði
Það var svo mikið af fólki í bænum á laugardaginn að ég missti mig í að heilsa öllum sem ég hitti – aldrei fyrr hef ég kynnst svona mikið af nýju fólki – þetta var æði! Þegar Mæja Bet er komin á röltið með einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir mig þá er bara runnin upp staðgengill menningarnætur – mig langar til þess að allar helgar séu svona eða ég vil allavega fá aðra svona helgi bráðum og vonandi verður hún ekki svona stutt...
Ég elska:
Evu
Rúnu
Arnór
Pálmaristan
Bjór
Skot
Alla þessa drauga fortíðar sem ég rakst á (
djöfull er ég viss um að þeir hafa allir séð eftir mér – ég er æði)
Gæsagellurnar
Bláa lónið
Miðbæ Reykjavíkur (en bara á svona fögrum sumarkvöldum)
Og bara allt og alla sem ég hitti eða hugsaði til
Síðast en ekki síst – þá elska ég BLEIKT