föstudagur, júlí 08, 2005

Sælan...

Nú ætla ég að brjóta blað í sögunni - í fyrsta sinn í manna minnum ætla ég að eiga algjörlega vandræðalausa Sæluhelgi. Svo spyrjum við bara að leikslokum. Nú skal sjá fram á skárri tíð hér í vík-city.

Stelpan hefur haldið sig töluvert undir feldi upp á síðkastið, hundleið á tilverunni. Látið sig hafa það, að vísu, að gægjast á djammið, sem sjaldan hefur farið vel. En hlutirnir eru bara eins og þeir eru og fara bara eins og þeir fara - verður maður ekki að kunna að gefast upp?

Það sem af er þessu blessaða sumri hefur liðið á ljóshraða og hefur það verið ákaflega mis-tíðinda mikið. Eitt þess sem er efst á baugi hjá mér núna er að maður með veiðistöng er farinn að ætlast til að ég deili fjörunni minni. Ég hef gert mér ferð þangað af og til og ætlað mér stóra hluti en ekki kunnað við að bora mér með skrifblokk fyrir framan veiðimanninn. Ég bíð hann bara af mér...