Mæsa kókosbolla
Nú er minn hróður stórlega aukinn – í fyrsta sinn síðan mælingar hófust hefur Mæja Bet Jakobsdóttir borið sigur úr býtum í kókosbollukappáti – og það á karlmanni. Já, í þessum töluðu orðum situr Rögnvaldur stórfrændi minn og hvílir þungt höfuð í kjöltu sinni á meðan hann grætur þetta ógurlega tap. Þetta mun aldrei gleymast...
Líka eins gott að eitthvað sniðugt skildi gerast því það er búið að hafa af mér ballið sem ég ætlaði á um helgina – kölluð suður með dags fyrirvara, takk fyrir takk!
Veit ekkert hvenær ég verð bloggfær á ný svo ég bið ykkur vel að lifa rétt á meðan