Verður maður góður á einum degi?
Hingað til hefur verið hægt að hafa ófá orð um kænsku mína þegar kemur að því að vera afburðarléleg í golfi - er það liðin tíð? Nokkuð undravert gerðist rétt í þessu & því fer fjarri að ég sé nokkuð nálægt því að komast niður á jörðina af forundran & kátínu. Mæja litla Bet fór í mini-golf með Hauki frænda sínum, hún hefur prófað að leika listir sínar þar áður & persónulegt met hennar, fram til þessa kvölds að sjálfsögðu, var á að giska... æji, förum ekkert of náið út í þá sálma, allavega nokkur högg yfir pari. Í kvöld lék hún tvo hringi. Þann fyrri hélt hún ágætlega vel við honum frænda sínum og kláraði sátt á 5 höggum UNDIR pari. Hún var rög við að hefja seinni hringinn þar sem hún vildi hætta á toppnum með þessi fimm högg sín í pokahorninu til að gorta sig af um ókomna tíð. Til allrar lukku & hamingju hélt hún þó áfram. Stelpan hóf hringinn á glæsilegu höggi sem hún fylgdi reyndar eftir með hörmulegum mistökum en eftir það var ekki á nokkurn bratta fyrir hana að sækja. Þegar hún hafði svo gulltryggt sigur sinn með að leika sér að því að fara tvisvar (í röð) holu í höggi var ljóst að hún væri að klára þann seinni á NÍU höggum undir pari... níu níu níu!!! Takið við því, aldrei fyrr hefur golf verið svona sniðug hugmynd fyrir mér, ég verð kannski aldrei púttmeistarigolfklúbbsBolungarvíkurnítjánhundruðníutíuogátta en gæskan, farðu að gæta þín því hver veit nema þessi sveifla sé komin til að vera.
Utan við þetta er fátt títt úr auðninni. Enn þessi blíða sem ætlar mig að kæfa en það virðast allir svo ósköp sáttir að ég get ekki annað en brosað út í annað. Fór út að labba aftur í dag, verð að fara að passa mig því mér lýst alls ekki á þessa þróun - gæti bæði lagt af & tekið lit... engan ósóma takk! Við Haukur erum komin með nafn á bókina okkar, það er svo flott að ég held að það sé best að halda því leyndu enn um sinn til að forða því frá höndum ritruplara. Mér fannst strákurinn ekkert sáttur við tillögu mína um að taka sér upp listamansnafn svo ég stakk upp á að við mættumst þá á miðri leið og hann yrði áfram Haukur en frændi í stað Sigurðssonar.
Sumarið virðist komið allt í kringum mig, vonandi að það verði bara brátt aftur sumar í hjarta mínu... oj :)