fimmtudagur, júní 12, 2003


Á meðan ég man - þið sem farið á leikinn á laugardaginn, viljið þið muna að taka fullt, fullt af myndum fyrir mig?


Já, ég veit að síðasta færsla var það versta sem sést hefur lengi en ég er að fara norður á eftir og mér finnst það æði. Halló greifapizza, halló karó og já kannski halló fólk líka.

Eftir smá ferð til helvítis þá birti til og ég bara brosi á ný. Heyrði reyndar svo mikið af ömurlegum sögum af sjálfri mér í gær en þær voru samt bara frekar í kómískari kantinum – so what þó ég hafi vippað upp um mig pilsinu og tekið á sprettinn á rúntinum á ísafirði? – mun skárra en margt sem ég var búin að búa mig undir!

Bolungarvík mun liggja í dvala þessa helgi svo ég missi af sem minnstu – ég treysti á það gott fólk. Annars vil ég fá details um allt krassandi sem á sér stað!

Ég er búin að endurheimta frábæru bleiku strigaskóna mína nr. 45 sem Rögnvaldur fór í á ball um helgina – hvað getur drengurinn verið fyndinn? Allt í blóðinu...

Ég keypti mér svo frábæran geisladisk í gær og er ég búin að snorka yfir honum samfellt síðan. Þetta er svo mikill Mary-cd, bara svona bull sem maður getur hlegið að endalaust. En hvað um það… tíminn stendur kyrr og gæti ég haft um það mörg orð án þess að það breytti neinu svo ég bara sleppi því…


Eitthvað sem maður mætti muna oftar


The sun'll come out
Tomorrow
Bet your bottom dollar
That tomorrow
There'll be sun!

Just thinkin' about
Tomorrow
Clears away the cobwebs,
And the sorrow
'Til there's none!


When I'm stuck a day
That's gray,
And lonely,
I just stick out my chin
And Grin,
And Say,
Oh

The sun'll come out
Tomorrow
So ya gotta hang on
'Til tomorrow
Come what may

Tomorrow!
Tomorrow!
I love ya
Tomorrow!

You're always
A day
A way!

And it actually did!

miðvikudagur, júní 11, 2003


Dauði og djöfull

Ég segi það bara því það er ekki komið hádegi og tjah. kannski pínu lítið af því að tilveran er ömurleg og mér leiðist svona mikið...


þriðjudagur, júní 10, 2003


Thank god I’m skipping town

Ekki svo að skilja að mér finnist ekki gaman að liggja í eigin vesældómi og móral, jafn vinalaus og ég er vitlaus eftir þessa allt of löngu, ströngu og fáránlegu helgi en það er bara eitthvað sem gerir það að verkum að mig langar að finna næsta sandkassa og troða hausnum þar niður á bólahelvítiskaf.

Why does my IQ drop like 100 points during the weekend? Men I should not be allowed to communicate with real, life people.

Og Rúna… what? Ekki setja eitthvað svona á netið – sveiattann…

Við skulum nú samt ekki drekkja mörgum góðum stundum í pitti þeirra slæmu – þessi helgi var að mestu leiti alveg sérdeilis ágæt. Tók til við ölþamb skömmu eftir að vinnu lauk á föstudeginum, það kvöld fór svo helst í rólegheita sötur og notalega afslöppun með frændum mínum í pottinum, þar sem brúni bolurinn minn varð appelsínugulur.

Fyrir enga muni gat ég sofið á laugardeginum og fékk mér því bjór klukkan 7:30, við það sótti að mér ótti við bakkuskrumluna svo ég fékk mér ekki annan fyrr en í hadeginu þegar ég, Dibba og Sigga Jóna vorum búnar að fara flissandi um allan Ísafjörð. Þessi ljúfi laugardagur fór svo í það að rúnta, liggja í baði og, eins og liggur í hlutarins eðli, bjórdrykkju.

Þegar kvölda tók kom eitthvað fólk heim til mín svo ég hætti að vera sorglega manneskjan sem lá ein í baði, drekkandi bjór í krónísku hláturskasti. Í Svörtum Fötum voru að spila í Hnífsdal og kýs ég að segja sem minnst um það ball sökum minnisleysis og þeirrar staðreyndar að það sem ég er búin að frétta er bara ekkert sem ég vil muna – og hananú... Hinsvegar hörkuheljarinnar gaman heima hjá mér eftir ballið þar sem börn fóru á kostum og Mæja Bet lá í skítnum á eldhúsgólfinu sínu og grét úr hlátri á meðan vaselínið flaug manna á milli, viðbjóseldamennska átti sér stað og Jón Fiskur daðraði við eyru viðstaddra.

Sunnudagurinn átti sér ekki stað, allt sem þú veist er lygi og ég ætla að hætta að drekka tequila.

mánudagur, júní 09, 2003

allt að gerast at marys place... Jonnni er að rokka feitt og dibba er hætt að dræva enda ALKI! dúbb dara dúbb dúbb dúbb....

Mæja pimp er bara ljót að skjóta og vera horrid....
Röggi á ekki að hafa gítar ....

Jón Fiskur