föstudagur, ágúst 08, 2003

Bankarán, frh.

Það er samt eitt sem gerir mig svo dapra í dag, þessir menn þarna, sem ég sá í gær, eru ekki enn búnir að reyna að ræna bankann. Svo enn hefur ekki reynt á tröllvaxna fífldirfsku mína og enn er ég ekkert á leiðinni að meika það í Hollywood. Hverjum er svo sem ekki sama um þessa ræningja. Skil svo sem vel að þeir hafi ekki lagt í þetta útibú, þeir hafa frétt af Beljakanum sem er að vinna hérna (mér). Ég meika það bara með öðrum hætti, mér fannst þessi leið bara svo cool.

Það er nú samt kannski full snemmt að fara að örvænta, þeir eru kannski bara að plana þetta betur af því að þeir vita að superwoman er á svæðinu. Það þyrfti að sjálfsögðu bjána til að þora að bjóða mér birginn, þetta vita þeir og ætla þess vegna að plana þetta og plotta út í hið óendanlega. Halda líka að þeir verði goðsagnir í glæpaheiminum með því að losa hann við mig – en það er ekkert að fara að gerast. Ég læt enga smákrimma, sem þurfa að eyða tíma sínum í sparisjóðinn í Bolungarvík, eiga eitthvað inni hjá mér.

Ætli ég geti ekki átt framtíðina fyrir mér sem bodyguard, eða kannski svona stunt man? Ég er nú andskoti köld...

SAY A WORD

ENGLISH
Austria 2002 / Manuel Ortega
Written by Alexander Kahr & Robert


I can be the sunshine today, I'll be there to help you go on on your way
I can be the sweet moonlight, I'll be there to guide you through the night
I can keep you warm in the rain, I'll be there to make you so happy again
There's no broken heart I can't mend, it is really easy and you will understand

Say a word and I'll be there, say a word and I'll be there
Say a word and I'll be there, say a word and I will care
Say a word and I'll be there, say a word and I'll be there
Say a word and I'll be there, say a word and I will care



Að troða inn textanum frá Austurríki er bara ekkert nóg til að ná að ímynda sér hvað karlinn var ógeðslega fyndinn...

Það stefnir allt í ágætis dag

Þegar ég vakna tiltölulega brosmild korteri á undan vekjaraklukkunni og mæti í vinnu, bara nokkuð sæt, á réttum tíma þá er ekki hægt að segja annað en að þessi dagur byrji vel. Þrátt fyrir það að spikfeita skógardýrið mitt hafi mætt með fugl inn í herbergi til mín, í gegnum luktar dyr og aðeins örlitla rifu á glugganum, klukkan hálf sex í morgun, þá er ég samt kát. Framhaldið hefur heldur ekki verið svo ömurlegt, ég fann alveg frábæra síðu á netinu (nei, það er ekki mikið að gera hjá mér í dag) þar sem hægt er að finna textana við öll eurovisionlög frá upphafi – þetta er æði. Spurning um að reyna að koma link á ákveðinn ungherra hér í bæ sem mér skilst að sé the ultimate eurovision fan!?

Að öllum líkindum er ég að fara í útilegu í kvöld – það gæti alveg orðið stórfínt. Að skella sér bara út í skálavík, húka þar í góðra vina hópi og hafa það gott undir gítarspili og bjórdrykkju. Kannski maður stökkvi svo í ána þegar rökkva tekur, bara til að sýna coolið... laugardagurinn á, að mér skilst, að fara í það að hvíla Mæsuna frá ofdrykkju og skömm – það finnst mér gott plan.

Þótt tíminn fljúgi og ég sé með ellikomplexa þá er ég samt svo fegin að það skuli vera kominn föstudagur.


fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Bankarán

Það eru einhverjir menn búnir að vera að þvælast hérna frá því að bankinn opnaði, þeir eru mér með öllu ókunnugir og eru bara að hanga í ímyndaðri röð og gónandi í kringum sig. Í venjulegum banka væri kannski enginn hissa en það er nú ekki algengt hér á þessum bæ að hingað villist fólk sem maður kann engin deili á, ef það kemur einhver sem maður hefur ekki séð áður er sá hinn sami undantekninaglaust (fram að þessu) í fylgd með einhverjum sem kynnir hann. Það eru nú blendnar tilfinningar gagnvart þessari upplifun hérna í morgunsárið – ef þetta væru einhverjir foxý dúdar þá hefði maður nú kannski bara mjög gaman að þessu, en þeir eru það ekkert sýnist mér. Svo ég er viss um að nú sé bankarán í uppsiglingu og ef þeir bíða með það fram yfir hádegi (þá verð ég komin í betra skap) verður það kærkomin tilbreyting.


Ég er líka í svo kjörinni stöðu til að geta þá verið hetjan og bjargað málunum, ég vinn nebla svona á bakvið tjöldin.



Ég gæti verið fíflið sem verður skotið fyrir að hringja á lögguna (doldið svalt ef maður lifir það af reyndar) en ég gæti líka verið brjálaða hetjan sem laumast aftan að öðrum ræningjanum, á meðan hinn gleymir sér í græðgikasti, rotar hann með slökkvitæki og nær af honum vopninu hans. Vopnið nota ég svo, ásamt svellköldu yfirbragði mínu og geðveikisglampanum í augum mínum, til þess að yfirbuga hinn ræningjann sem hendir sér á hnén og biðst vægðar. Seinni ræninginn færi að grenja og sæi að hann hefur hitt ofjarl sinn. Ég næði að kelfa hann og festa hann með pelastikk (eða einhverjum rosalega góðum rembihnút) við ofninn. Í því færi fyrri ræninginn að vakna úr rotinu og ég myndi þá setjast á vömbina á honum og kitla hann þar til löggan kæmi og flytti þá fegna á brott.

Eftir þetta fengi ég stöðuhækkun og margfalda launahækkun. Ég yrði konfektmoli fjölmiðla og allstaðar (hata þetta orð, veit aldrei hvort það er alls staðar eða allstaðar, fletti því upp þegar ég kem heim) yrði slegist um mig og frægð mín yrði slík að hún spyrðist til annarra landa. Hjá mér yrðu samt enginn milliskref, ég færi beina leið til Hollywood þar sem ég fengi minn eigin spjallþátt, ætti að ráða við það því ég er nú alveg jafn mikill bullari og þessi fífl sem maður er að sjá vinna við slíkt. Þegar ég væri svo orðin svona rosalega fræg þá myndu raðast upp herramenn til að dekra mig og dýrka, ég myndi hitti þann eina rétta (eða nokkra, sjáum aðeins til með þetta) og hætta að vera bitur.

Mín bíður ekkert nema hamingja ef þeir bara reyna þetta. Svona, raggeitur, látið til skara skríða – þið væruð að gera mér greiða.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Ace Ventura

Ég minnist þess að hafa séð þessa mynd í bíó fyrir fjölmörgum árum, ég minnist þess líka að hafa hlegið að henni en guð minn góður... ég minnist þess ekki að haa þótt hún svona ofboðslega fyndin. Ég er með sára verki í maganum því ég hló svo mikið í nótt þegar ég var lögst upp í rúm og ætlaði að fara að sofa. Bara við það að hugsa um mannhelvítið með þetta grasógeð í kjaftinum ligg ég með tárvot augu því ég hef ekki orku í að hlæja meira...

Það var svo dásamlegt að vakna í morgun

Ég hefði alveg viljað sjá sjálfa mig vakna í morgun – alveg var ég þess fullviss að ég væri að drukkna og það er að engu leiti góð vakning. Engu að síður varð mér hugsað til svo skemmtilegrar sögu að nú er ég farin að hlæja þrátt fyrir að klukkudræsan hangi enn einungis á tíunda tímanum.

Flestir sem heyrt hafa mig tala hafa heyrt minnst á þjóðsagnarpersónuna Bella bróður. Hann er með graut í hausnum sem gerir það að verkum að hann býr yfir fleiri heimskupörum en nokkur önnur manneskja sem maður á eftir að kynnast á lífsleiðinni. Þessi saga á sér stað þegar Belli skrapp á þjóðhátíð í eyjum.

Sunnudagurinn var liðinn og þjóðhátíð var nærri lokið. Enn lágu þó gegnharðir naglar um allar trissur, fallnir í djúpan Bakkusarsvefninn. Hetjan okkar, Belli, álpaðist um tún, sársvekktur yfir því hve fátt hann hafði brallað þessa helgi sem færa mætti í langlífa og bráðfyndna sögu. Hann vissi að nú var seinasti séns á að fylkja liði til þess að öðlast frægð sína fyrir heimskuprik helgarinnar, án hennar var hann sem kviknakinn maður á strætum Río, slyppur og snauður. Í því sem hann hrasar ofarlega í brekkunni, sparkandi bjórdós niður eftir röðum dauðra róna, kemur á hann glott innri friðar, friðar sem hann öðlast bara þegar hann fær góða hugmynd.
Við þetta ríkur Belli til og hóar saman nokkrum kunningjum sínum, honum jafnvel síðri að gáfnafari. Þessi hópur fáráðlinga tekur sig nú til við að safna saman stórum, svörtum ruslafötum úr görðum eyjamanna – allt er leyfilegt fyrir svona verðugt málefni. Með þessar ruslatunnur fylltar af vatni rogast þeir upp í brekku og velja sér breiðan hóp dauðyfla til þess að hvolfa vatninu yfir. Úr svona tunnu kemur dágóður sopi svo líkunum skolaði niður brekkuna með slíkum hamagangi að mörg þeirra vöknuðu í straumnum þess fullviss að þau væru komin á haf út og væru að drukknun komin. Útmignir af hlátri endurtóku Belli og fávitarnir þennan leik, sáttari við lífið en nokkurri sinni fyrr.

Þegar maður hlustar á Bella lýsa því, með sjálfslotningu sína í hámarki, hvað það var gaman að sjá fólki skolast niður í straumnum, súpandi hveljur, skítandi á sig úr hræðslu en svo að lokum hlæjandi að þessu uppátæki þá veit maður að þetta er eitthvað sem maður verður að prófa.


Annars dreymdi mig fáránlega í nótt og ég segi það hér og nú, hvað sem fram kom í þessum draumi, að hvorki mun ég giftast Ómari Ragnarssyni né Drullí giftast Bella bróður mínum – þar hafið þið það!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Ljómandi geitungapiss

Vá,þetta tók á! Ég er alveg að niðurlotum komin eftir svona langa helgi, ellin er eitthvað farin að klina striki í djammreikninginn hjá manni greinilega. Ég væri svo sátt við það að vera ekki í vinnu í dag heldur bara heima að njóta þynnkunnar framan við imbann með kókdós á vömbinni. En það verður víst ekki á allt kosið...

Það var frábært ball í Trékyllisvík á föstudagskvöldið og sé ég ekki hætishót eftir því að hafa dregið Dibbu og Bjarnveigu í þá för – jafnvel með þá vissu mína að Hexía sé nú einhverjum pörtum fátækari, en piff... hefur maður nokkuð að gera með allt þetta drasl sem er undir þessum bílum? þetta þvælist bara fyrir á svona rallývegum.

Þegar við vorum komnar alla leið í þessa frábæru sveit var haldið sem leið lá heim að Melum þar sem fljótt var tekið til við ölsötur og kjaftagang. Lítið fór fyrir vandræðagangi sem ég var búin að sjá fyrir og það finnst mér bara frábært.


Ballið var slík snilld að ég er enn að gapa af aðdáun. Veit ekki hvort Dibba getur sagt nokkuð um að hún hafi verið á sama máli því þegar liðið var nærri nóttu kom fólk að mér sem bað mig að taka þetta rusl út, ég bæri ábyrgð á því. Þá var mín búin að koma sér vel fyrir úti í horni og harðneitaði, með svæsnum svívirðingum, að drattast út. Mikið var gaman að tjónka við hana svona geðgóða og notalega. Mér hætti nú reyndar að standa á sama um skapvonsku hennar þegar ég hótaði að bera hana út í bíl og kippti undan henni stólnum svo hún datt á rassgatið. Sjaldan séð ljótara augnaráð. En þrátt fyrir þessa smáhnökra skemti ég mér alveg konunglega enda fólkið í þessari sveit allt höfðingjar heim að sækja.

Laugardagurinn fór að mestu í það að sitja og bíða, það er ágætir iðja alveg – gæti vel hugsað mér að stunda það oftar, svona þolinmóð og easy going manneskja eins og ég er. Loksins gátum við samt hætt því og keyrt heim. Það gékk nú bara með ágætum og vil ég óska henni Drullí til hamingju með að hafa nú keyrt Djúpið í fyrsta sinn.

Þegar við komum heim til Dibbu komumst við að því okkur til mikillar hryggðar að foreldraeiningin hennar hafði brugðið sér af bæ. Árans kvöð sem það nú er að hafa húsið svona yfir verslunarmannahelgi. Að sjálfsögðu var ekki hægt að bregðast þessari augljósu skyldu svo slegið var upp gleðskap. Aldrei í lífi mínu hef ég séð eins viðbjóðslega úti lítandi heimili og það sem við mér blasti þegar ég drattaðist fram úr rúminu klukkan rúmlega níu á sunnudagsmorguninn. Ég reyndi að taka eitthvað smáræði til en mér flökraði við hvert handtak, svo ég fékk mér treo og lagðist aftur fyrir.

Eftir að Dibba kom heim úr vinnunni seinna um daginn var þessi leikur endurtekinn eins og hann lagði sig. Svo var haldið á sama ballið og farið var á kvöldið áður og mér fannst ég föst á þeytivindu. Þegar ég var að bilast á endurtekningum ákvað ég að stinga af frá þessu balli, eins og ég gerði reyndar kvöldið áður. En núna fór ég ekki heim, nú settist ég niður í fjöru þar sem ég sat með þönkum mínum og vini mínum og félaga honum Sjó. Þetta var fínt. Þegar ég var komin með nóg af þessu fór ég og hitti lið framan við ballið og svo var haldið heim til Dibbu þar sem ég sofnaði ekki svo löngu síðar.

Í gær drakk ég bara bjór – what else is there to say?