þriðjudagur, janúar 31, 2006

Svifasein


Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að ná að víkja mér undan klukkinu!


Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:

Þrældómur í trefjaplastinu og bátabraskinu með pabba gamla
Móttökuritari í FLugstöð Leifs Eiríkssonar
Bankamær í Sparó
Háseti á Þorláki ÍS (Í heila viku)


Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Breaking the Waves
American History X
Pulp Fiction
Dumb and Dumber


Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Bolungarvík
Keflavík
Akureyri
Portrush


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Nágrannar
Will & Grace
Friends
Coupling


Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Noregur
Grikkland
Tyrkland
Skálavík


Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):

vikari.is
kvikmynd.is
bb.is
joecartoon.com


Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Kókómjólk
Sveittur hambó
Nautasteik
Brauðterta


4 bækur sem ég les oft..... í:

W.B. Yeats, collected poems
His Dark Materials
Mannveiðihandbókin
Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni


Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

í bólinu
Á djamminu
Á tunglinu
neðansjávar


Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:

Helena, Guggilugg, Tildan og Eva Ólöf

mánudagur, janúar 30, 2006

Brennt barn forðast eldinn

Það er auðvitað bara helber lygi - allavega þegar ég á í hlut. Stelpan er lent aftur á eyjunni grænu, þar tók Móna mín á móti mér opnum örmum og ekki leið heill dagur án ævintýra.

Ekki að það sé til frásögu færandi, en við Ryan skruppum sem sagt í ökuferð. Þar sem við vorum nú ekki búin að hittast svo vikum skipti höfðum við um ýmislegt að spjalla og því var það rétt á milli hláturroka sem mér varð litið á veginn. Því gætti ég nú ekki nógu vel að mér og áður en ég vissi af var ég komin á helvítis ströndina -AFTUR. Ég vil koma því á framfæri að ég vildi snúa við og koma mér í burtu en, nei, karlmaðurinn vildi endilega fá að taka smá rallí. Tregafull hleypti ég honum í bílstjórasætið og hafði gleymt því að hann kann ekki að koma bílnum af stað án þess að þenja og spóla. Á meðan hann spólaði blessaða Mónu mína dýpra og dýpra ofan í sandinn stóð þvermóðska hans í ströngu við að meina honum að leifa mér að sjá hvort einhverju yrði bjargað. Því fór sem fór - AFTUR. Að þessu sinni var sandurinn þurr og við órafjærri sjónum. Því tóku næst við tveir klukkutímar af mokstri, andvörpum og brjálæðislegum hlátri. Allt kom nú fyrir ekki svo við tókum taxa og fékk því stúlkan mín næturstað á ströndinni - AFTUR.

Ég hafði tekið vilyrði af vinkonu um að koma daginn eftir og hjálpa mér að draga Mónuna mína upp, þess gerðist ekki þörf.

Um tíuleitið var dinglað hér í makró og var mér heldur betur brugðið þegar ég sá vígalegan lögregluþjón tvístíga á tröppunum. "So, err.. your car is stuck at the Portstewart beach". Ég skeit á mig! En hann var glaðhlakkalegur og virtist bara vilja gera grín að mér, sagði mér að bíllinn yrði dreginn upp klukkan 11 og ég þyrfti að vera á staðnum. Því næst þrástagaðist hann á nafninu mínu og sagði að hann þyrfti greinilega að leggja það á minnið. Flott - sem sagt sami löggukall og fann hann síðast.

Þar hafið þið það, hér í landi ofstækisfullra mótmælanda og IRA þá er ég, litla, saklausa, klaufska Mæja Bet orðinn góðkunningi lögreglunnar.

Annars vildi ég bara koma því á framfæri að ég er komin af dollunni og allt er í stakasta lagi.