miðvikudagur, júlí 28, 2004

Samt má ég bíða eftir frúnni...

Er þetta ekki fyrir lifandis löngu síðan úrelt?
Í fljótu bragði man ég ekki eftir einum einasta karlmanni sem er að bíða eftir að finna sér kærustu, enda þurfa þeir ekkert að bíða, það er alveg meira en nóg af kellingum í kringum hvern gaur sem velkjast um ýmist í von eða vonleysi. Þegar þeirra tími er kominn er hann samstundis farinn. Stelpur í kærastaleit eru hinsvegar á hverju strái, raunar ekki þverfótað fyrir þessum raunamædda þjóðfélagshóp sem annað veifið setur upp svala tíkarglottið og þykist ekki þurfa herra - hmmm...

Þegar ég og gamla settið (that's right, litla barnið er enn boðið með gamla liðinu enda enn að bíða eftir herra) höfum verið boðin eitthvert á ákveðnum tíma þá fer gamli skátinn að skjóta á okkur að hann þurfi þá að reyna að koma okkur tímanlega út úr húsi. Aldrei í eitt einasta skipti hefur hlutunum verið þannig háttað! Þegar við þurfum að fara út úr húsi klukkan 6 stöndum við ferðbúnar í dyragættinni klukkan korter í 6. Nánast undantekningarlaust situr glámur okkar þá enn á loðinni vömbinni fyrir framan imbann - það þarf alltaf að bíða eftir honum. Og á þetta raunar við um all flesta karlmenn sem ég þekki, bræður, frændur og vini. Mér dytti auðvitað ekki í hug að fara að halda því fram að þeir væru lengur að hafa sig til að kvennpeningurinn enda ekkert eðlilegt hvað það er mikil fyrirhöfn að gera kellingar sómasamlega ferðbúnar og húsum hæfar (á meðan karlpungar geta sett á sig bindi og girt sig og það er sko vel af sér vikið og vel taminn maður). En hvað er þetta með karlmenn og að geta aldrei drullast til að fara að hafa sig til og hugsa sér til hreyfings fyrr en þeir eru orðnir of seinir?

Það þarf alltaf að bíða eftir þessum kellingum - ég frussa á þessa staðhæfingu og allar hennar merkingar. Vissulega þurfum við stelpurnar oft að bíða hver eftir annarri en afar sjaldan þarf einhvern karlmaður að bíða eftir mér, þvert á móti sit ég klár úti í bíl og syng með nokkrum lögum því það þarf alltaf að bíða eftir þessum körlum! og geri ég fastlega ráð fyrir að bíta úr nálinni með tvennar merkingar þessa um ókokma tíð...


mánudagur, júlí 26, 2004

Ég hata Dawson's Creek...
....Hvernær verður allt auðveldara?