Farin
Jæja, þá fer ég loksins suður eins og ég hef ætlað mér frá upphafi sumars. Ástæðan, ekki eins skemmtileg og hún átti að vera - ég er hvorki að fara á djamm né karlafar.
Eftir að hafa eytt þessari dýrðar verslunarmannahelgi vel dópuð og glæsileg á fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði er mér hent suður og á að hleypa einhverjum stórborgargrúskurum í minn fagra kvið - veit ekkert hvenær ég á afturkvæmt. Gæti alveg hugsað mér að sleppa þessu, sé ekki alveg tilganginn með sunnanferð sem undir engum kringumstæðum getur endað á stælnum, en svona er þetta.
Sjáumst....