butterflies...
Hvursu mörgum fiðrildum er hægt að troða í eina vömb? Að vísu er umrædd vömb heldur í digrari kantinum en ég er nú ekki fjarri því að þetta fiðrildafargan sem þar er nú samankomið fari að hífa mig á loft ? þá er þetta nú komið gott.
Allt er klappað og klárt fyrir brottför mína, vegabréfið bíður valhoppandi af eftirvæntingu ofan á ferðatöskunni minni og rauði dregilinn bíður gljáfægður á Belfast city flugvelli. Það er vissara að draumaprinsinn sé búinn að kemba klárnum og pússa brynjuna því þetta er víst allt að bresta á.
Kveðjureifið mitt annað kvöld er það sem heldur mér á jörðinni þessa stundina, ég væri löngu flogin á brott í huganum ef ekki væri fyrir það hve stóran skerf af eftirvæntingu það kallar á. Ég hlakka svo til að taka eitt gott lokaskrall með heilum hópi fólks sem er hvert öðru dásamlegra. Andskotinn hvað ég er að vonast eftir skítugri skemmtun ? eitthvað verður að gerast sem hægt verður að hlægja að þar til ég kem heim aftur.