Back to reality
Í blíðskapar vorveðri og sólskinsskapi lagði ég af stað úr ofvernduninni í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Í samhljómi sólar, söngva og gleði keyrði ég sem leið lá allt þar til ég kom í Brú – þá keyrði ég inn í vestfirði. Tók þá við grámi og snjókrap og bitur veruleikinn. Æji – verður manni ekki bara að vera skítsama, það virðist allavega vera í tísku þessa dagana!
Mér er skítsama þó það snjói, mér er skítsama þó ég hafi ekkert fyrir stafni og ætli mér sé ekki algjörlega skítsama þó ég sé búin að fitna það mikið að ég gæti nú ekki með nokkru móti notið kynlífs án tækniaðstoðar dýptarmælis. Það er nú líka bara eins gott að ég fari ekki að asnast út í svoleiðis nokkuð því val mitt á karlmönnum er fyrir neðan allar hellur. Alltaf tekst mér að velja menn sem eru sadistar, hálfvitar, aumingjar, heimskingjar, drullusokkar eða vansælir litlir mömmustrákar með tilfinningargreind sem Ingjaldsfíflið ætti að skammast sín fyrir. Ég lifi bara í dagdraumum yfir Bridget Jones, þar sem allt endar vel. Rígheld í vonina um að einhversstaðar leynist karlmaður sem kann að meta alvöru kvensu, kjarnyrta og skörungslega í flesta staði – vonin um að þessi karlmaður finnist á íslandi er hinsvegar dauð!
Hvað um það...