fimmtudagur, júní 10, 2004

Finally some butterflies

Eftir stöðnun í heila eilífð er eitthvað rót komið á kollinn minn - praise the lord. Ég kann ekki alveg að skýra það en ég er með fiðrildi í maganum og það er stórkostlegt. Ég setti á mig maskara í dag þó ég væri ekki að fara að gera neitt sérstakt! Ég held svei mér þá að ég sé farin á markaðinn aftur eftir að hafa hjakkað í sömu einstefnu-, botnlangagötunni syndsamlega lengi.

Ekki svo að skilja samt að það sé nokkuð að gerast í lífi mínu, ég gæti ekki fyrir nokkra muni rifjað upp hvernig ætti að starta einhverju slíku, hvað þá fylgt því eftir. Engu að síður er mikið frelsi í því fólgið að vera loksins farin að opna augun. Strákur gaf mér auga í kvöld og ég tók eftir því - kannski var ég bara með hor, ég veit ekki... en ég sá hann allavega og það eru góðar fréttir.


Ussususss, það er að færast líf í gömlu beygluna :)


p.s. Ég minni Haukinn minn á frestinn...