Já, sveiattann
Seint skal ég sverja það frá mér að ég kunni lúrinn vel að meta, annað er það þó sem ég kysi nú oftast fram yfir smá kríu hér eða þar –
raunar þekki ég fáa sem svæfu þetta umrædda af sér. Ég er buguð að skömm út í frændatetur mitt nokkurt sem nú um helgina afrekaði ekki bara það
að sofa af sér drátt heldur unni hann svefni sínum svo að þegar þokkagyðja mætti ofan í svefnpokann hans, afklæddi sig að hluta og reyndi sitt besta og kvenlegasta til að vekja hann –
þá snéri hann sér á hina hliðina. Raunar á ég nú frændur sem létu sig það litlu skipta hvaða júllum væru sveiflað í þeirra viðurvist – öðru máli gegndi kannski ef einhver folinn mætti á svæðið, en ég er þó nokkuð viss í þeirri sök að þessi tilheyri ekki þeirra hópi. Hvað á maður að gera til að koma drengnum til manns? Það er auðvitað til nokkuð sem heitir að vera vandlátur eða að láta ganga á eftir sér en mér telst nú svo til að snót þessi sé fagurlimuð og snoppufríð og að hann væri nú alveg til í að bregða sér henni á bak. Þegar menn sofa svona nokkuð af sér fellur það ekki undir nokkuð annað en sauðshátt og kæruleysi. Það ætti að senda drenginn í herinn í smá tíma svo hann næði sér í einhvern aga því við svona má svo sannarlega ekki una. Svei þér gutti – smánarblett þennan verður þú að afmá!
Utan við þessa sorgarsögu þá held ég að óvissuferð menntskælinga hér vestra hafi verið hin sóðalegasta og soralegasta og skilst mér að flestir hafi gert sitt besta til að tryggja brundi fyllta sundlaug og reður- og brjóstaprýddar myndir.
Heill þeim sem sínu skiluðu en svei þér frændi!
Til að tryggja það að engar ærumeiðingar í garð Rögga míns eigi sér stað vil ég taka það fram að það var ekki hann sem svaf geldingsblundinn.