Draumfarir
Djöfuls ógeðsdrauma dreymdi mig í nótt. Það hreinlega sjokkerar mig að það sé svo mikið sem hægt að ímynda sér það magn af skít sem mig var að dreyma, ég var algjörlega þakin þessum óþverra frá toppi til táar. Ég minnist þess að hafa reynt mikið til að hrista þetta af mér og hafa jafnvel brugðið á það ráð að fara út í göngutúr (greinilega draumur – ekki þessi sem nennir eitthvað að labba mikið). Ekki lukkaðist það mér svo vel því hvar sem ég sté niður fæti lenti ég á haug af saur, þetta var svo raunverulegt að ég fann það óbærilega vel, í gegnum svefninn, hvernig ilvolgur kúkurinn spýttist upp á milli tánna með tilheyrandi hrollsförum og viðbjóði.
Ég hrökk upp við það um miðja nótt að dropadrulla var á leið upp í kjaftinn á mér. Skítafnykurinn hvarf ekki frá vitum mínum þrátt fyrir miklar þvottatilraunir inni á baði – mér leið illa út af öllum þessum kúk.
Þegar ég loksins náði að festa svefn aftur hófu draumfarir að sækja að mér aftur. Þessar byrjuðu bara ágætlega. Ég var stödd í sumarbústað með Helenu, báðar að slappa af í sumarfríi og hafa það gott – ljúfa líf bara. Ekki hafði mig dreymt þetta nema örskamma stund þegar við rukum báðar á fætur og hófumst handa við þá ömurlegu lyst að drulla. Við kúkuðum út um allt. Á leiðinni á klósettið var þetta búið að frussast út um allar trissur og var það þó skárra en myndin sem brennur í huga mér af stífluðu klósettunum sem við fylltum á augabragði. Ég hamaðist við að sturta þessi niður þar til ég var að niðurlotum komin, en allt kom fyrir ekki, fljótandi drullan virtist ætla að yfirtaka heiminn. Inni í hafsjó þessum af mannaskít sást ekkert nema ég gersamlega vitstola, Helena hissa á þessum hamagangi í mér og nokkrir stórir og góðir trompetlortar sem mér fannst ógna tilveru minni.
Mér leið ömurlega þegar ég vaknaði og ég er enn með kúkalykt í nebbanum.
Eitt er þó víst, ég ætla að lotta!