föstudagur, apríl 16, 2004

Totally addicted

Hún Tinna mamma lánaði mér fyrstu tvær seríurnar af Sex and the City á DVD – ég hef haft nóg fyrir stafni. Þetta eru fimm diskar og ég á ekki nema einn eftir – ég er strax orðin dauðkvíðin því sem tekur við þegar ég verð búinn með þann síðasta. Ég er orðin svo gegnsýrð af þessum heilaga sannleik og mig þyrstir stöðugt í meira.

Mig langar bara að liggja uppi í sófa, undir teppi og fræðast meira og meira um það hvað þessar kynjaverur, karlmenn, eru óskiljanlegt fyrirbæri og sannfærast með hverju atriðinu meira og meira um það að mig langi ekkert að skilja þá því... Frankly they’re scum! En hvað um það...

Páskarnir nýbúnir og ég varla kominn í frífílinginn þegar ég er mætt í vinnuna aftur. Ég gerði ótrúlega fátt þessa páska. Fór í ræktina, söng með kórnum og gerði eitthvað svona fjölskyldu stöff. Ég er því guðslifandi fegin að hafa ekki farið á ballið sem ég hafði hugsað mér að kíkja á... djöfuls samansafn af backstabbing, dick-thinking viðbjóðs líð virðist hafa verið samankomið á þessu balli. Sögurnar sem ég hef heyrt eru allar ljótar og ég veit að ég hefði verið í óratíma að jafna mig eftir þetta ball – allt of margir eru að falla í áliti, jafnvel fólk sem ég hafði ekkert álit á (vonandi samt að það taki þetta ekki hver sem er til sín). En til allrar hamingju er alltaf til fólk sem hækkar í áliti til að vega upp á móti – Haukurinn minn var til prýði á Finnabæ á páskadag og hugðist færa frænku sinni nokkra ilvolga breta en hún álpaðist til að láta sig hverfa – dem... fallega hugsað hjá honum samt!