föstudagur, janúar 21, 2005

Helvístisragatakarlmenn og djöfullsviðbjóðishórur

Samskipti kynjanna eru eitthvað agalega mikið á öldum ljósvakans þessa dagana, þar gæti verið um að kenna þeirri títt nefndu bók he's just not that into you. Ég var að renna í gegnum pistil og spjall hjá leifunum, eða leifum leifanna þar sem ekki virðist nú nema einn eftir þar á bæ. Það er gaman að sjá hvað fólk getur velt sér mikið upp úr þessu og því hvort verið sé að alhæfa full harkalega út frá veiðivenjum erótískt háttstemmdra Kana, sitt sýnist hverjum eins og gengur. Ég veit ekki... eru samskipti kynjanna hérlendis eitthvað svo agalega flókin? Ég held að það þýði ekkert að leita ráða í sjálfshjálparbókum pungsveittra kúreka og hvað þá að glugga í ráð bitra sílíkonjúlla. Eina bókin sem gætir gefið einhverja innsýn í þetta frumstæða tilhugalíf okkar íslendinga væri lestu í stunurnar eða önnur eins fádæma vitleysa.

Jú jú, við sitjum og volum undan harðræði þessara helvítisrassgatakarlmanna enda er það vita vonlaust að reyna að skilja þá eða þola. Ég verð nú samt að segja eins og er að ekki öfunda ég þá greyin að þurfa að eiga við einhverjar helvítisviðbjóðishórur upp til hópa. Við verðum eins og blóðþyrstar hýenur í hver sinn sem einhver rasskarlinn misstígur sig og við erum svo dramatískar og auðsæranlegar þegar okkur hentar en andskotans tröllatruntur og töffarar erum við þegar við sjálfar erum í bílstjórasætinu.

Ég held að íslendingar séu bara með afbrigðum gröð þjóð. Hver þekkir það ekki að asnast á ball í ölæði og gera sér dælt við einhvern sem daginn eftir skiptir mann jafn miklu máli og kóktappi. Þegar við stelpurnar gerum þetta þá er það bara fyndið og við erum alltaf með fleiri þúsund afsakanir á reiðum höndum en um leið og við erum kóktappar þá gerum við okkur upp svo mikið hjartasár að við trúum því jafnvel sjálfar. Trúið mér, undirrituð er sko með meistarapróf í hjartasárum sem þegar upp er staðið eru töluvert notalegri en helvítis paper cut.

Ástarsorg er bara eitthvað hobby, getum við ekki bara farið að golfa eins og rassarnir, þurfum við endilega að eyða svona mikilli orku í að hugsa um þá? þegar upp er staðið þá endar marður bara með viðbjóð og drullu... hvar er glóran í því?


miðvikudagur, janúar 19, 2005

Mætt í sæluna

Það verður að segjast eins og er að sennilega hefði ég getað fengið betri tíð hér vestra, en suss látum það nú ekki á okkur fá. Annars er ekkert að veðri það er bara þessi helvítis færð sem fer í taugarnar á mér - ég þurfti að taka upp á þeim ósóma að labba á milli húsa hér fyrir skemmstu, þá er nú eitthvað ekki eins og það á að vera.

Annars er skítfínt að vera komin heim í smá púst áður en næsta önn aðgerðarleysis tekur við - happy days og ljúfa líf bara.

Ég er að hugsa um að staldra við í borg óttans áður en ég held út upp úr mánaðarmótum og auglýsi ég hér með eftir gjörningum og góðu geimi...