Langi Föstudagur
Föstudagurinn langi reis svo bjartur og sætur og fékk ég fyrsta sólargeislann í geiflurnar um áttaleitið – er það elli kerling sem gerir þetta að verkum að ég get ekki lengur sofið á morgnanna? Ég lá og horfði á
Evu sofa fram til ellefu, þá gafst ég upp á að reyna að vekja hana með augnaráðinu einu og sparkaði í hana. Ég fann mikla ást frá henni þá. Eftir hangs, vitleysu og útræsingar lögðum við af stað ásamt Dibbu áleiðis til Þingeyrar þar sem stefnan var tekin á
hesthúsin. Pabbi sagðist feginn að heyra að ég riði hestum þar sem ég fengist nú ekki nálægt neinu öðru, ég er að hugsa um að taka upp sömu afneitun-
já, það er nefnilega ég sem fæst ekki nálægt karlmönnum en ekki þeir sem forðast mig eins og heitan...
En já, Þingeyri! Eftir tilheyrandi þynnkuútbelgingar og vökvabyrgingar mættum við galvaskar til Hrafnhildar sem splæsti hrossum á línuna. Þegar ég komst loksins upp á Brjánsa minn í fimmhundruðustu tilraun (og þá með koll til að príla þetta) varð þetta magnaðasti útreiðatúr sem ég hef upplifað. Það er mér mikill heiður að tilkynna fólki að Mæja Bet tolldi á baki hvorki skemur né lengur en allan tíman og finnst mér það undur og stórmerki. Evu hinsvegar var hent af baki og var mikið hægt að hlæja að því og ekki skánuðu hláturrokurnar þegar Dibbu (sem hélt í hest Hrafnhildar á meðan hún elti Evu hest) tókst með undraverðum hætti að snara Mæju Bet með taumnum svo hún sat í ljótri súpu. Með hest undir sér sem vildi upp brattan og snöruð af öðrum sem vildi niður. Hún hugsaði með sér að drýgja þá hetjudáð að grýta sér af baki en sá fram á harkalega hengingu og að verða að lokuð slitin í tvennt. Ég veit ekki alveg hvernig þetta blessaðist en ég er ánægð með þetta – sjaldan hlegið jafn óviðjafnanlega mikið.
Á föstudagskvöld var ball í Hnífsdal sem væri meiriháttar ef ekki hefði verið fyrir þetta
kúkaband sem átti að halda uppi fjörinu. Við slíku er aðeins eitt ráð og á það brá ég – drekka nóg. Sat teiti heima hjá Rögnvaldi frænda þar sem Eva (fædd 83) var næst elst í hópi þar sem allflestir voru ´85 og ´86 módel – I felt old!
En hvað um það, ballið var alveg fínt og ég man ekki eftir að hafa tekið eftir Laukhjalinu að glenna sig þó ég dansaði mjög mikið allan tíman. Í rútunni á leið út í vík skemmti ég mér að mestu konunglega nema rétt á meðan einhver sveppur reyndi að bjóða í barminn á mér –
eru vestfirðir að fyllast af brjóstapervertum? Ég hef aldrei orðið fyrir slíku áreiti eins og upp á síðkastið – myndi fíla það ef það væri ekki bara lúserarnir sem reyndu að fleka mig! Hvað um það – fór á kostum í þessari rútuferð og skeit hægri/vinstri yfir ást og hamingju og allt þetta sem venjulegt fólk hatar. Því miður var ég nokkurn vegin bara umkringd fólki sem er ekki venjulegt og lá knúsandi maka sinn og hatandi þessa háværu mellu sem fór svo bara ein heim að sofa –
eins og alltaf!