Horfin sjónum almennings
Það er skemmst frá því að segja að Mæsa sprakk og mun ekki blogga í bili. Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á vægast sagt ömurlega meingallaðri tjáningartækni hennar eru beðnir um að fyrirgefa og/eða gleyma. Fyrr en varir mun hún hverfa á vit einangrunar og verða þá sambandslaus við umheiminn í nokkrar vikur, engar tölvur, engir rúntar og engir helvítis GSM-símar.
Farið vel með ykkur, hver veit nema við sjáumst eftir fáeinar vikur – ef ég verð þá orðin hæf til mannlegra samskipta.