I’m a bit of a mystery woman, aren’t I?
Frábært að sjá hvað fólk (tjah, þessar tvær hræður sem hafa tekið prófið mitt) er að skíta á sig í þessu mæsu-prófi! Enn hefur þó enginn fallið J
Í nótt dreymdi mig í fyrsta sinn í langan tíma hvorki limlestingar né manndráp – veruleg framför fyrir sálartetrið mitt. Hinsvegar dreymdi mig sjálfa mig í einhverjum sumarbústað þar sem ég ól barn. Mamma var skyndilega komin á svæðið svo mér fannst ekkert sjálfsagðara en að henda króganum í hana á meðan ég fór að leita að þessu báthræi sem ég vissi að átti að tilheyra bústaðnum. Drauma-Mæja er greinilega ekki sú klókasta því hún tók Tilduna með sér að leita. Ég vissi að lítið bryggjutetur átti að vera falið inn á milli trjánna einhverstaðar, hvort ég þyrfti að hoppa yfir lækinn eða klifra niður klettana var svo aftur ráðgáta. Tildan hreyfst að hvorugu og lagði til að við gengjum eftir vegslóða sem virtist liggja langa eilífð út í buskann, hún bannaði mér meira að segja að taka Hexíu eins langt og hún kæmist – taldi hana ekki hafa nokkra burði í þennan slóða. Lítið hrifin af þessari hugmynd Tildunnar, að ganga fleiri mílur í þveröfuga átt við nokkuð sem ég vissi að var rétt átt, leifði ég henni þó að ráða.
Eftir gífurlega langa og mikla göngu og töluvert meira þras um hvor okkar væri fáviti blasti við okkur húsaþyrping. Hrósaði Tildan þá happi, þess fullviss um að fljótlega myndi blasa við okkur bryggjan og bátur sem lykillinn sem við höfðum milli handa gengi að. Þessi húsaþyrping virtist þó ekki hafa neina bryggju að geyma við fyrstu sýn. Ört fór hún þó stækkandi og vorum við allt í einu staddar á þjóhátíðarfagnaði Smáhrepps sem, eftir því er ég gat næst komist, var smábær fáránlega nærri Neskaupsstað og því drasli öllu. þá höfðum veið gengið úr sumarbústaðnum á suðurlandi lengst austur á firði vegna þess að Tildan nennti ekki að hoppa yfir lækinn. Þessi stórfenglegi mannfögnuðu þeirra smáhreppsbúa innihélt þó nógu mikið af myndarlegum karlmönnum á fengialdri til þess að Tildan væri tilbúin að staldra við. Mikið var þetta flón svo hissa þegar við stukkum upp í hjólabát út gúmmíi og bátalykillinn okkar gekk ekki að!
Þegar þarna var komið við sögu varð ég fyrir skyndilegri truflun þar sem ég vaknaði við að þurfa að hlaupa til og æla.
Ég sofnaði þó aftur og sveif inn í framhald af hátíðarhöldunum í Smáhrepp. Ég var að reyna að draga Tilduna frá ótalandi og mjög sennilega óalandi folunum sem henni leist svo vel á. Ótrúlegt að ótaminn losti þessa kvenvargs skuli skila sér svona hárrétt inn í drauma mína. Mér tókst nú að lokum að ná henni með mér. Þegar við komum aftur í bústaðinn var verið að ferma krógann minn og Tildan hafði fengið að hafa 3 fola meðferðis.
Þannig fór nú um sjóferð þá.