Flábælt
Mér finnst svo gaman þegar föt sem voru of stór verða of lítil, ég elska þá staðreynd að ég sé að breytast í loftbelg. Bráðum mun ég svífa um loftin á spikinu mínu, himinlifandi með þessa hröðu skvapmyndun. Ég vissi alltaf að þessi árátta mín, að kaupa alltaf tvennt af öllu þegar ég kaupi mér föt, ætti eftir að skýrast – bráðum þarf ég að eiga tvennt af öllu svo ég geti sprett fötin mín upp í miðjunni og saumað tvær flíkur saman í eina STÓRA. Ég er glæsikvendi.