þriðjudagur, apríl 06, 2004

Flábælt

Mér finnst svo gaman þegar föt sem voru of stór verða of lítil, ég elska þá staðreynd að ég sé að breytast í loftbelg. Bráðum mun ég svífa um loftin á spikinu mínu, himinlifandi með þessa hröðu skvapmyndun. Ég vissi alltaf að þessi árátta mín, að kaupa alltaf tvennt af öllu þegar ég kaupi mér föt, ætti eftir að skýrast – bráðum þarf ég að eiga tvennt af öllu svo ég geti sprett fötin mín upp í miðjunni og saumað tvær flíkur saman í eina STÓRA. Ég er glæsikvendi.

Sumir dagar


Ég kíkti á gömlu síðuna mína áðan og það fylltist allt af einhverju pop-up drasli. Gestabókin mín er bara stútfull af einhverju kjaftæði – fussss! Mér finnst að ég ætti að fá að uppfæra þá síðu bara – hún er sko þúsund sinnum flottari en þetta fúla blogg, kemur manni alltaf í stuð. Sumir eru bara svona flinkir!

Ég las magnaða bók í gær og er margfalt betri manneskja fyrir vikið – eins og það hafi verið á það bætandi...

Nóg um þetta egó-bull í manni, ég ætla bara að halda áfram að halda vinnustaðnum mínum gangandi og ljóma af fegurð í leiðinni... ég er ómótstæðileg!


.............................YEAH!