föstudagur, júlí 25, 2003

magnað


hey, hver er að bjóða mér bróður sinn? það má ekki vera nein vinkona því ég tek ekki bræður vina minna! Ekki það að það skipti máli núna því þó brósi þinn (who ever you are, gruna reyndar Evu Maríu eða Rúnu) sé á lausu þá er ég það ekki.

Betri er slakur kærasti í raun en frábær í draumi.

boyfriend



PIFF



>

Ekki að ég sé hissa en DJÖFULL ER BOLUNGARVÍK AÐ RÚSTA ÞESSU! Það er nokkuð ljóst hvert stefnan skal tekin um versló...

Ég skal lofa öllum sem ferðast um langan veg til að eyða þessari dásemdarhelgi hér vestra heitu kakói og vöflum. Eins skal ég gera mitt besta til að hafa ofan af fólki með drykkju- og skrílslátum.
Melluholan mín stendur opin, öllum til boða.

Og svo var komin annar föstudagur

Ég er hætt að kætast þegar það kemur föstudagur. Það fer að verða eins og þegar það kemur mánudagur – aldrei gerir maður sér betur grein fyrir því hvað tíminn flýgur áfram. Mér finnst eins og síðasti tímahlaupspistill hafi verið ritaður áðan en það eru margir dagar síðan það var og mér gengur ömurlega að vinna á listanum yfir það sem ég ætla að vera búin að gera þegar ég verð þrítug. Ég er komin með eitt X en svona miðað við hve lítið það hefur breytt lífi mínu er ég farin að halda að það hafi mér veist út á vorkunn og ekkert annað.





Ég verð að tala um ekkert í dag – lítil tilbreyting svo sem. En í dag kemur ekkert annað til greina því það eina sem brennur á mér er svo leiðinlega glatað, ruglingslegt og hálf eyðileggjandi að fólk verður bara að bíða fram að næsta fylleríi til að draga það upp úr mér – og guð minn hvað fólk mun hlæja að óförum mínum.

Ég held að heimurinn verði bráðum þurrausinn af öllu sem er hreint og beint. Ekkert er eins og það virðist, allir eiga beinagrindur sem bíða þess í titrandi ofvæni að stökkva út úr skápnum. Og þegar það gerist er voðinn oftar en ekki vís því allir verða brjálaðir og kyrja einum rómi “af hverju sagðiru mér þetta ekki bara?”!

Þó sumt sé að sjálfsögðu ekki þess eðlis að hægt sé að gaspra því í hvern sem maður kynnist þá koma óneitanlega oftar upp þær aðstæður að fólk á að tala en ekki þegja. Það að vita vissa hluti áður en maður gerir einhvern fjandann af sér getur sparað manni svo ömurlegar uppákomur – ég er að sjálfsögðu farin að leiðast nær þessu djöfulls spélega djóki sem er að gera mig vitlausa núna svo ég held að ég verði að láta staðar numið.

Tinna mín, þú veist hvað ég er að fara, þú hlýtur að vera sammála mér um að hér hefði sannleikurinn ekki átt að liggja grafinn!

fimmtudagur, júlí 24, 2003

dúbb dúbbí dúbb dúbb dúbb


Oj, ég veit ekki hvaðan hún kemur en ég er að kafna úr einhverri feiknar andfýlu. Hún er ekki af mér því ég þori nú ekki að opna munninn í dag sökum ölkeims þar inni – og þar er sko enginn ölkeimur af þessari lykt. Þetta er svona eins og þegar fólk sem er búið að tyggja ljósgrænan extra allt of lengi er að tala við mann og treður sér alveg inn í nefið á manni. Ég þarf að ganga á skúffurnar hér og sjá hvort einhver tyggur ljósgrænan extra og þá varð ég að forðast viðkomandi. Þessi lykt er almennt slæm en þegar maður vaknar með örlítið snúinn maga þá er hún verri.


Annars er það títt að tómið er þarna enn þó ég hafi gleymt því í smá stund í gær. Át fondue í gær heima hjá systu og fékk mér bjór með, stakk svo af á rúntinn og fékk mér bjór með, fór svo heim til Dibbu og fékk mér bjór með. Þegar kom að því að halla sér leið mér bara ágætlega og ég fann engin hopp í malla mínum – hef ekki verið svona róleg í lengri tíma. Heldur ekki svona sorgleg.


Ég ætla að einbeita mér að því sem gæti mögulega og ómögulega gerst til að gera þennan dag góðan:


· ég gæti komist í sjúklegar álnir fyrir einskæra heppni
· einhver gæti komið til mín í vinnuna og sagt að ég væri æðisleg og boðið mér á stefnumót
· kærastinn minn gæti farið að sinna mér
· ég gæti dottið inn í annan heim fullan af ást og hamingju
· ég gæti fengið að flytja heim og losnað þar með af vergangi
· einhver riddari á hvítum hesti gæti boðið mér að koma til fjarlægra landa, fjarri öllu gumsinu hér
· riddarinn gæti elskað mig
· ég gæti vaknað

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Stundum er manni nú ekki alveg viðbjargandi

Ég veit ekki hvað gengur að mér, þó ég sé bara hreinlega lúin á sál og líkama í dag þá eru fiðrildin engu að síður enn til staðar. Nema í dag eru þau ekki flögrandi grallarar sem kítla mig í magan og kalla á smá gleðiblandið ergesli. Núna eru þau nagandi sníkjudýr sem eru að gera mig vitlausa. Ég lá í hvílu í nótt en hvíldist ekkert. Ég snéri mér í sífellu til að reyna að forðast ásókn fáránlegra þanka. Einhverju lýkur í dag!

Mig langar ekkert núna eins mikið og að plana brottför af þessu landi – snúa baki við allt í einhvern tíma og halda á slóð einhvers, í raun hvers sem er – bara ef það er ekki þetta. Kannski eru fleiri ástæður en þetta stanslausa flóð vandamála í heimahögum sem eru að kalla fram þetta hjá mér – kannski langar mig bara að elta eitthvað. Það er miðvikudagur og eitthvað fer í dag!

Stundum tekur maður öllu nýju svo sauðslega fegins hendi. Eftir viku gleymist hins vegar þetta nýja sem fór og eftir stendur vanrækslan við allt þetta gamla góða - kannski þetta sé bara eitthvað sem maður ætti að tyggja ofan í sig!

Eitthvað breytist í dag!

þriðjudagur, júlí 22, 2003

það er eitthvað að mér - ég lá í alla nótt og hugsaði! ég hugsa ekki, ég á ekki einu sinni svona mikið til að hugsa um. Svo er ég bara með fáránleg fiðrildi í maganum sem ég get ekki kunnað nokkur skil á - hvað eru þau að gera þar?

það er bara ekki neitt spennandi að gerast í lífi mínu til að réttlæta svona fávitaskap.

Mig langar til útlanda - ég er með leiða og svo kann ég ekki að laga auglýsinguna sem klístrast alltaf yfir allt sem ég skrifa.

Ég hef líka ekkert að gera, ég á hvergi heima og ég er búin að sofa í 4 rúmum síðustu fjórar nætur og ég hef ekki hugmynd um hvar ég kem til með að sofa í nótt.

ég auglýsi hér með eftir náttstað...

Hvernig eignast fólk svona dásamleg börn?


Ég get svarið það, ég held að foreldrar mínir hljóti að vera með afbrygðum jarðbundið fólk – hvernig geta þau ekki hafa ofmetnast yfir mætti sínum til að geta framúrskarandi króga? Við erum öll svo falleg og settleg að mig skortir samlíkingar.

Þegar kom að því að þessi fagri hópur (Elsa systir er hér undanskilin, hún var bara ekkert á svæðinu) hóf að taka sig til fyrir brúðkaupið á laugardag þá spígsporaði Belli bróðir um gólf eins og rogginn hani. Hann var svo mjór (??) að hefði hann staðið upp þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið þá hefði hann skyggt á hana. Svo þegar kroppurinn fór að reyna að troða sér í vestið við sparibuxurnar, sem hann með ótrúverðugum hætti náði að hneppa neðan við vömbina, þá var nú litlu systur hans allri lokið og ég er enn að kaupa það að ég hafi einhverntíma hætt að hlæja. Kannski það hafi lækkað í mér rostann að þegar ég fór að klæða mig þá passaði ég ekki í neitt heldur. Og fötin mín voru í mesta lagi mánaðar gömul. Ég þurfti (og ég tek út fyrir að játa þetta á svo opinberum vettvangi) að leggjast á rúmið og hálf líða útaf á meðan rennilásnum var þvingað upp þennan digra kvið. Við vorum svo sæt þarna saman, rúllupylsan og haninn! Ég þakka guði fyrir að Maggi (stærri bróðirinn) klæddi sig ekki fyrir mínum augum – fötin mín hefðu sprungið utan af mér ef ég hefði þurft að horfa upp á það.

Þegar ég settist við hliðina á Irene mágkonu minni þá var engin góð leið til að sjá það út hvor okkar væri lengra gengin – og hún á að eiga í september.

En þó við séum svona fjallmyndaleg svo eftir sé tekið þá hverfur það fyrir munnsöfnuði okkar. Hver er að horfa á fellingar hingað og þangað þegar þetta lið fer að tala. Ég er alveg búin að sjá það af hverju það eru bara útlendingar sem heillast svona rosalega að mér – ég hef ekki eins ljótan orðaforða í ensku og í íslensku. Þó ég kunni, svona nokkurn vegin, að hóta því að rota mann og annan með snípnum á mér þá hljómar það bara ekkert eins soralega á ensku – það þótti eiginlega bara hálf krúttlegt. En íslendingar gráta undan mér. Svo hver bíður í það þegar við systkinin komum saman og förum að etja kappi hvert við annað í svívirðingum og ógeðissnilld?

Mamma og pabbi mega vera svo stolt.

mánudagur, júlí 21, 2003

útkoman úr þessu prófi sem ég asnaðist til að taka er tileinkuð Bjarna kærasta.

maður hálfskammast sín nú samt fyrir að vera að koma svona upp um veiku púnktana sína... en hvaða hvaða... læt þetta flakka engu að síður



boyfriend



You need a boyfriend in the worst way.









You’re horny, lonely, and looking for love.

Without a man by your side, you’re adrift.

Alone on the sea without any oars.



In high school, you always had a date to the dance...

And that’s how you continue to live your life.



But this doesn’t make you co-dependent or a "yes-girl."

Au contraire.

It just means you know how to snag a man when you want one.



You date, Girl!



Do You *Need* a Boyfriend?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Ég svaf yfir mig í dag

Því er ég falleg og geðgóð á þessari stundu. Ef frá er talið gærkvöldið, þegar þynkan var farin að segja verulega til sín, þá var þessi helgi andskoti vel heppnuð og fín.

Að sjálfsögðu mistókst óvænta partýið sem við héldum Evu, eftir að hafa beðið eftir henni í hálfan annan tíma, öll veltandi upp nýjum leiðum til að lokka hana til okkar, þá var hún ekkert hissa – að sjálfsögðu löngu búin að sjá í gegnum okkur. Þetta var annars alveg ágætis gathering þótt mér hafi mistekist sú áætlun mín að drekka sem minnst þar sem ég ætlaði ekki að vera ljót í brúðkaupinu daginn eftir. Áður en ég vissi af hafði mikið vodka hlaup runnið niður í vömb mína og vodka flaskan hafði fengið að fara á loft helst til of oft. Þá fannst mér kominn tími á að kíkja á neðri hæðina í partý þar sem ég fékk að marinera innifli mín með landa. Ég var svo sæt þegar ég var sótt til þess að halda inn á ísafjörð.

Í sjallanum var fyrsta fólkið sem ég rakst á bræður mínir og írinn sem ég var búin að heilla svo ofboðslega upp úr skónum. Einhvernvegin endaði ég á spjalli með honum allt kvöldið og fór nú bara vel með okkur þrátt fyrir allan heimsins ljótleika fyrr um daginn. Ég fékk svo far með bræðrum mínum heim og get ég með stollti sagt að ég grætti þá báða með viðbjóðslegum munnsöfnuði. Það var fyrir bestu svo þegar ég skreið upp í rúm til Evu að kúra.

Mikil leið mér illa þegar ég reis svo daginn eftir – ég gat ekki með nokkru móti talið sjálfri mér trú um að ég yrði annað en ljótust í brúðkaupinu. En til allrar hamingju byrjaði athöfnin ekki fyrr en klukkan fimm svo ég hafði alveg nægan tíma til að jafna mig aðeins. Athöfnin var mjög fín og tókst mér að komast nær klakklaust í gegnum þessa kirkjuheimsókn mína – það er svo sannalega til frásögu færandi. Ég fékk örlítið hóstakast svona síðasta korterið eða svo – tók enginn eftir því.

Svo var haldið beint í veislu. Byrjaði á skemmtilegum leik sem fól það í sér að tölta um salinn og lesa á nafnspjöld við sætin til þess að finna út hvar maður ætti nú að planta sér. Hjá hverjum sat ég nema Kyle! Það var bara gaman að því – náði að sannfæra hann á fimm mín. um að ég væri snargeðveik. Missionið mitt þetta kvöld mistókst því miður aðeins, ég hafði ákveðið að tala aðeins við útlendinga en sat svo hjá Ragga og Kjartani svo það klikkaði smá. En að sjálfssögðu fór ég engu að síður á kostum með alla þessa íra í kringum mig. Ég kjaftaði við báða bræður Gareths allt kvöldið og konu þess eldri – hún er sko í uppáhaldi hjá mér því hún sagði að enskan mín væri með þeirri betri sem hún hafði heyrt... það var nú hálfu markmiði náð sko. Eins fór ég á kostum með nýju fjölskylduna hennar Evu og eru hjónin bæði búin að bjóða mér að koma og vera, sögðust jafnvel hlakka til – hvað get ég sagt? Ég var bara svona líka heillandi þetta kvöld.

Þegar langt var liðið nærri nóttu hélt ég af stað með Andrew, bróður brúðgumans, í parý þar sem ég þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar sofnaði uppi í barnarúmi. Eða, ég vaknaði allavega þar morguninn eftir og var mér þá tjáð að ég hafi sofnað á sófanum en Kyle bjargað mér inn í rúm vegna tveggja manna stóðu yfir mér og höfðu það að vondum leik að pota í tútturnar á hrjótandi manneskju.

Það var nú fínt að vakna þarna morguninn eftir, fullt hús af brennivíni svo það var ekkert að gera nema halda áfram að sötra. Liggja svo bara uppi í rúmi og hafa gaman – halda vöku fyrir Kyle og svona – fólk getur skiljanlega ekki annað en elskað mig.

Um fimmleitið fór ég svo með Halldóru nýgiftu inn á flugvöll að kveðja fólk sem var að fara. Þar á meðal var Evan mín sem núna er komin til þýskalands :-( ...

Það var ömurlegt að kveðja og grenjaði ég svo mikið þegar ég fór með Bjarna og Rögnvaldi að þeir gerðu allt til að hugga mig. Það má kannski segja að þetta hafi allt farið á besta veg þar sem ég hafði upp úr krafsinu kærasta. Við erum nú enn býsna glatað par – ekki farin að skransa eða neitt... en við skulum bara bíða og sjá.

Horfðum svo á vídjó í gærkvöldi, ég, Dibba, Rögnvaldur og Bjarni Kærasti. Við kíktum að Jackass og ég er nú bara hissa á því að ég sé enn á lífi. Ég hló viðstöðulaust alla myndina og mig sárverkjar í magan í dag.

Fékk að gista heima hjá Rögnvaldi, hrökklaðist upp á klósett klukkan tvö og ældi eins og múkki – er timbruð í dag og úrill.

En það er allt í lagi því ég á kærasta.