Ég svaf yfir mig í dag
Því er ég falleg og geðgóð á þessari stundu. Ef frá er talið gærkvöldið, þegar þynkan var farin að segja verulega til sín, þá var þessi helgi andskoti vel heppnuð og fín.
Að sjálfsögðu mistókst
óvænta partýið sem við héldum Evu, eftir að hafa beðið eftir henni í hálfan annan tíma, öll veltandi upp nýjum leiðum til að lokka hana til okkar, þá var hún ekkert hissa – að sjálfsögðu löngu búin að sjá í gegnum okkur. Þetta var annars alveg ágætis gathering þótt mér hafi mistekist sú áætlun mín að drekka sem minnst þar sem
ég ætlaði ekki að vera ljót í brúðkaupinu daginn eftir. Áður en ég vissi af hafði mikið vodka hlaup runnið niður í vömb mína og vodka flaskan hafði fengið að fara á loft helst til of oft. Þá fannst mér kominn tími á að kíkja á neðri hæðina í partý þar sem ég fékk að marinera innifli mín með
landa. Ég var svo sæt þegar ég var sótt til þess að halda inn á ísafjörð.
Í sjallanum var fyrsta fólkið sem ég rakst á bræður mínir og
írinn sem ég var búin að heilla svo ofboðslega upp úr skónum. Einhvernvegin endaði ég á spjalli með honum allt kvöldið og fór nú bara vel með okkur þrátt fyrir allan heimsins ljótleika fyrr um daginn. Ég fékk svo far með bræðrum mínum heim og get ég með stollti sagt að ég
grætti þá báða með viðbjóðslegum munnsöfnuði. Það var fyrir bestu svo þegar ég skreið upp í rúm til Evu að kúra.
Mikil leið mér illa þegar ég reis svo daginn eftir – ég gat ekki með nokkru móti talið sjálfri mér trú um að ég yrði annað en
ljótust í brúðkaupinu. En til allrar hamingju byrjaði athöfnin ekki fyrr en klukkan fimm svo ég hafði alveg nægan tíma til að jafna mig aðeins. Athöfnin var mjög fín og tókst mér að komast nær klakklaust í gegnum þessa kirkjuheimsókn mína – það er svo sannalega til frásögu færandi. Ég fékk örlítið hóstakast svona síðasta korterið eða svo – tók enginn eftir því.
Svo var haldið beint í veislu. Byrjaði á skemmtilegum leik sem fól það í sér að tölta um salinn og lesa á nafnspjöld við sætin til þess að finna út hvar maður ætti nú að planta sér.
Hjá hverjum sat ég nema Kyle! Það var bara gaman að því – náði að sannfæra hann á fimm mín. um að ég væri snargeðveik. Missionið mitt þetta kvöld mistókst því miður aðeins, ég hafði ákveðið að tala aðeins við útlendinga en sat svo hjá Ragga og Kjartani svo það klikkaði smá. En að sjálfssögðu
fór ég engu að síður á kostum með alla þessa íra í kringum mig. Ég kjaftaði við báða bræður Gareths allt kvöldið og konu þess eldri –
hún er sko í uppáhaldi hjá mér því hún sagði að enskan mín væri með þeirri betri sem hún hafði heyrt... það var nú hálfu markmiði náð sko. Eins fór ég á kostum með nýju fjölskylduna hennar Evu og eru hjónin bæði búin að bjóða mér að koma og vera,
sögðust jafnvel hlakka til – hvað get ég sagt?
Ég var bara svona líka heillandi þetta kvöld.
Þegar langt var liðið nærri nóttu hélt ég af stað með Andrew, bróður brúðgumans, í parý þar sem ég þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar
sofnaði uppi í barnarúmi. Eða, ég vaknaði allavega þar morguninn eftir og var mér þá tjáð að ég hafi sofnað á sófanum en Kyle bjargað mér inn í rúm vegna tveggja manna stóðu yfir mér og höfðu það að vondum leik að pota í tútturnar á hrjótandi manneskju.
Það var nú fínt að vakna þarna morguninn eftir,
fullt hús af brennivíni svo það var ekkert að gera nema halda áfram að sötra. Liggja svo bara uppi í rúmi og hafa gaman – halda vöku fyrir Kyle og svona – fólk getur skiljanlega ekki annað en elskað mig.
Um fimmleitið fór ég svo með Halldóru nýgiftu inn á flugvöll að kveðja fólk sem var að fara. Þar á meðal var
Evan mín sem núna er komin til þýskalands :-( ...
Það var ömurlegt að kveðja og grenjaði ég svo mikið þegar ég fór með Bjarna og Rögnvaldi að þeir gerðu allt til að hugga mig. Það má kannski segja að þetta hafi allt farið á besta veg þar sem ég hafði upp úr krafsinu
kærasta. Við erum nú enn býsna glatað par – ekki farin að skransa eða neitt... en við skulum bara bíða og sjá.
Horfðum svo á vídjó í gærkvöldi, ég, Dibba, Rögnvaldur og Bjarni
Kærasti. Við kíktum að
Jackass og ég er nú bara hissa á því að ég sé enn á lífi. Ég hló viðstöðulaust alla myndina og mig sárverkjar í magan í dag.
Fékk að gista heima hjá Rögnvaldi, hrökklaðist upp á klósett klukkan tvö og ældi eins og múkki – er timbruð í dag og úrill.
En það er allt í lagi því ég á kærasta.