Hvað er títt í rauðhausalandi?Jú, í kvöld er það Kellys - þriðju vikuna í röð. Eins og það er nú nokkuð laust við að þessi staður sé eitthvað minn stíll þá er nú mesta furða hvað maður endar þarna ítrekað. Að vísu stendur gamlafólkaplássið alltaf fyrir sínu en er það nú frekar svart til afspurnar hvað mér var innilega fagnað af barþjónunum þar á Captains bar eftir sumarið. En hvað um það!
Stelpukvöld hérna á Magheramenagh drive í kvöld, búin að bursta rykið af sex and the city spilinu, festa kaup á singstar og henda Simoni á vergang. Krían mín er afstaðin og Móna (nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, VW Lupo, rúsínubollubíll) stendur skínandi í hlaðinu og býður þess að fara að sækja óhollustufæðu á línuna.
Annars er nóg að gera hjá mér þessa önnina sem er nú aldrei af verri endanum, ekkert nema nörda áfangar sem ég elska.
Jei, stelpurnar eru að renna í hlað...