föstudagur, nóvember 14, 2003

Líf mitt er eitt allsherjar ævintýri...

CWINDOWSDesktopCinderella.JPG
Cinderella!



Samkvæmt þessu á ég sennilega að lifa lífi mínu í eymd, volæði og að sjálfsögðu í tötrum þar til stæltur og stæðilegur karlmaður kemur og bjargar mér. KJAFTÆÐI! Maður hlustar sko ekki á svona bull, ég er sko ekki öskubuska... ég á mig sjálf!

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég er svo löt

En mér er alveg sama. ég ætla ekki að hafa samviskubit yfir að vanrækja bloggið þegar ég fæ ekki samviskubit yfir að vanrækja ræktina. Fór nú samt í Body-pump á laugardaginn og það er ekki laust við að maður kenni stöku strengja víðast hvar – getur svo sem vel verið að trylltur dans í sjallanum spili þar inn í, dvergadansinn var auðvitað of flottur og samlokudansinn hlýtur að hafa vakið lukku...
en hvað um það?!

Ég er með fiðrildi í maganum eftir frábæra upphringingu í gær. Svo virðist sem ég sé komin með eðalumboðsmenn í þessum skólamálum mínum svo ef allt gengur að óskum ætti ég að geta yfirgefið þetta land í ágúst/september nk. Ég svaf ekki dúr í alla nótt fyrir spennuverkjum, skulum nú vona að þeir verði ekki svona sterkir alveg þar til í september.

Ja sei sei...