Hvar er Mæja Bet?
Ég man þá tíð að ég stökk bara út í djúpu laugina og vonaði það besta þegar kom að skólanum - oftast dugði það vel til. Núna er ég komin með tíuþúsund orð í lokaverkefnið mitt og ég er hvergi nærri hætt. Á hverjum degi er ég að eyða tíma og orku í að breyta og bæta og það sem mér þykir verst... hugsa. Hvað klikkaði?
Eftir rúma viku verður þetta verkefni ásamt öllum öðrum skilaverkefnum komið í réttar hendur og þá er ekkert eftir nema eitt lítið og nett próf og svo bara heim á klakann.
Því auglýsi ég hér með eftir eurovisionpartýum á höfuðborgarsvæðinu. Endilega hendið á mig einhverjum textaboðum þegar nær dregur.
Má ekki vera að þessu, yfir og út...