Beer Monster 2005Daginn sem ég varð tvítug varð pápa mínum á orði að þegar hann horfði á mig drekka kæmi orðið olíuhreinsunarstöð upp í hugann á honum. Sá gamli hefði átt að sjá til mín í gær - ég segi nú ekki annað.
Ég mætti galvösk á stúdenta pöbbann og hitti þar fyrir kunningja minn Dermot að nafni. Verulega áhugaverður karakter. Sögurnar hans innihalda nær undantekningalaust góða frasa eins og "I woke up in a ditch that morning", "I went to class this morning to sleep it off" eða uppáhaldið mitt "that's when I realised I was in fucking Amsterdam". Hann minnir mjög mikið á Fun Bobby úr vinum hvað þetta varðar, nema hann er verri og ekki skáldskapur. Ég hafði ekki hitt hann síðan á skráningardögunum og var farin að halda að hann hefði fallið og væri að endurtaka. Nei, það kom á daginn að hann fór eitt kvöldið út að lífið með stóra bróður sínum - enduðu þeir á þriggja vikna skralli í Edinburgh. Hann er ekki búinn að mæta í einn einasta tíma og sér ekki nokkra ástæðu til þess að byrja á því. Reyndar er nokkuð til í því hjá honum, hann kemur hvort eð er til með að ljúga sig út úr öllum verkefnum, rétt eins og hann gerði í fyrra. Sögurnar sem hann notar á kennarana eru nú ekki í trúlegri kantinum skal ég segja ykkur, "ég sofnaði í lestinni og var rændur, ritgerðin mín var handskrifuð í töskunni" - en þetta dugar. Svo happy days Dermot, maðurinn er goðsögn.
En hvað um það, smá hliðarspor þarna. Dermot sagði mér að hann væri í drykkjuleik og bauð mér að slást í hópinn. Nýr steggur í lífi mínu, Tim, sat þarna með honum svo ég lét nú til leiðast. Góður leikur sem þeir voru í, og hættulegur eftir því. Þetta var sem sagt einföld þambkeppni. Hver er fyrstur að tæma kolluna ofan í sig. Ég rústaði þeim, svo rústaði ég þeim aftur og svo einu sinni enn. Mér var skemmt og áhorfendum líka. Þetta varð að sjálfsögðu þess valdandi að miklir menn fóru að mæta á svæðið og skora á Mæsuna. Mér leið eins og ég væri átta ára aftur og Belli væri að pína mig til að keppa í sjómann við alla - ég vissi alveg að það var kominn tími til að hætta en stoltið, gott fólk stoltið...
Í dag er ég Mæsa, undefeated og fékk viðurkenningu frá barstaffinu - Beer Monster 2005.
Kannski Glámur minn hafi hitt naglann á höfuðið forðum.