miðvikudagur, júlí 21, 2004

Bónus
 
Ég er kannski að daðra við einhverja brún þegar ég fer að brydda upp á þessu umræðuefni akkúrat núna, þess vegna ætla ég að tryggja mig og taka það strax fram að ég er nú bara hérna í almennum vangaveltum, alls ekki að skjóta á einn né neinn :)  
 
Fátt er svo með öllu illt...  mikið getur fólki leiðs að hætta saman, oft er "you've been dumped" söngurinn sannarlega orð í tíma töluð en þrátt fyrir það virðist þetta fólki erfitt og margur situr eftir niðurbrotinn eftir svona upplifun. Eitt er það þó sem fólk er ekkert alltaf að muna eftir í þessu samhengi - blessaður bónusinn! Jú vissulega er það eflaust ömurlegt að hætta með einhverjum sem hefur verið þinn annar helmingur í einhvern tíma, (undirrituð játar þó að hafa raunar ekki hugmynd um það enda enn alltaf sama heildin) en það birtir upp og í flestum tilfellum var sambandið hvort eð er löngu orðið ömurlegt, svik flugu á báða bóga, "hvítar" lygar orðið daglegt brauð, samræður orðnar pirrandi og innihaldssnauðar og blessað kynlífið löngu staðnað ef ekki uppgufað. Við brake up hinsvegar blossar upp nýr og frábær vettvangur til kynlífsiðkanna -  Bónusnótt. Bónusnóttin er líka stundum köllu uppgjör og í raun er ekki til nein regla sem segir að þetta megi bara vera ein nótt. Þetta er frábær leið til að nýta gamla og löngu úrelta makann til þess að hita upp lendarnar fyrir næsta stig (veiðarnar) svo ég tali nú ekki um hvað það væri gaman að bakbrjóta blessað fíflið (fyrrverandi altsó) í fáránlega æsilegum kynlífsleik sem sýnir honum best hvað það er sem hann raunverulega er að fara á mis við.
 
Ég hef nú eins og áður sagði ekki látið flækjast í neinu alvöru sambandi en smjörþefinn hef ég þó fengið og að sama skapi smjörþef af bónusnóttinni. Ég get ekki annað en mælt með henni, einhver sagði við mig í gær að bónus væri boring - what?!? Þá hefurðu bara tapað í þeim bónus! Því fyrir utan augljósar ástæður fyrir ágæti bónussins þá er hann síðasti séns til að koma út úr öllu bullinu sem sigurvegari, hann fyllir mann svona sigurvímu (af því að maður kýs að hafa þetta síðasta skiptið en ekki af því að einhver annar bindur endi á þetta)  og maður labbar frá þessu töff, endurnærður fyrir næsta fórnarlamb og fullnægður. 

.......Hvernig er það BORING, fussssss