Kveðjustund
Ég trúi ekki að það sé kominn sunnudagur, þetta er það erfiðasta sem ég veit. Hvernig manneskju eins og mér datt í hug að eiga heimili í 2 löndum er sérkennileg ráðgáta. Eins sterk og mín útþrá er og eins mikið og mín bíður úti er ég engu að síður búin að gráta heila nótt yfir að vera að fara.
Ég kveð ykkur með trega í brjósti með orðum Dabba Stef þar sem ég er nú ekkert sérstaklega fær á þessu sviði.
Sumarið líður. Sumarið líður.
Það kólnar og kemur haust.
Bylgjurnar byrja að ólga
Og brotna við naust.
Af liminu fýkur laufið.
Börnin breyta um svip.
Fuglarnir kveðja. Í festar toga
Hin friðlausu skip...
Ég lýt hinum mikla mætti.
Það leiðir mig hulin hönd,
Og hafið,- og hafið kallar.
-það halda mér engin bönd.
Ég er fuglinn sem flýgur,
Skipið sem bylgjan ber.
Kvæði mín eru kveðjur.
Ég kem, og ég fer.
Punktið nú þetta númer niður og notið óspart +44 777 451 3842.